-Auglýsing-

“Alltaf verið að vinna á listunum”

“VIÐ erum að ná einum besta árangri í meðhöndlun hjartasjúkdóma á heimsvísu og hlutfall hjartaaðgerða hér á landi er með því hæsta í Evrópu. Þannig að við erum með mjög öfluga þjónustu á þessu sviði. Bráðatilvik bíða aldrei. Þau fá alltaf forgang.”

Þetta segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, spurð hvort biðlisti 200–250 manna eftir hjartaþræðingu á Landspítalanum sé ásættanlegur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að bið eftir slíkum rannsóknum gæti verið allt að 5–6 mánuðir.

-Auglýsing-

“Við höfum verið að auka þjónustuna á þessu sviði og vegna þessa eru ævilíkur háar á Íslandi, t.d. eru ævilíkur íslenskra karlmanna bestar í heimi og það er rakið m.a. til góðs árangurs við meðhöndlun kransæðasjúkdóma.”

Siv bendir á að með aukinni ævilengd fjölgi þeim sem eru með kransæðasjúkdóma. “Við höfum verið að stórauka þjónustuna vegna þessa,” segir Siv. Í nýjustu starfsemisupplýsingum Landspítalans komi fram að hjartaþræðingum hafi fjölgað um tæp 28% í janúar og febrúar í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Á sama tímabili fjölgaði kransæðavíkkunum um tæplega 36%. Engin bið er að sögn Sivjar eftir slíkum aðgerðum.

- Auglýsing-

Spurð hvort hún telji að gera þurfi sérstakt átak til að fækka fólki á biðlistum eftir hjartaþræðingum svarar Siv: “Það er auðvitað alltaf verið að vinna á listunum. Það sem bæst hefur við er að boðið er nú upp á tölvusneiðmyndir af kransæðum og þær rannsóknir virðast auka þörfina á hjartaþræðingum.”

Árið 2004 voru 239 tölvusneiðmyndir teknar af kransæðum en í fyrra voru þær 1.275. Við slíka myndatöku geta fundist kalkanir sem kalla á frekari rannsóknir, m.a. hjartaþræðingar. “Af þessu sést að það er verið að stórauka rannsóknir,” segir Siv. “En það er líka hætta á því að menn fari út í ofrannsóknir og það þarf að hafa í huga, þó ég sé ekki að segja að svo sé í þessu tilfelli. Við sjáum það að eftir að þessar rannsóknir voru teknar upp eykst þrýstingurinn á að kanna málið til fulls með hjartaþræðingu. Á móti kemur að líklega finnast einhverjir kvillar sem ekki hefðu fundist ella. Þannig að það er alltaf þessi gullni meðalvegur sem læknar þurfa að fara, hvenær á að rannsaka meir og hvenær ekki.”

Morgunblaðið 12.04.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-