Hjörtur Kristjánsson, læknir á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, hefur áhyggjur af minnkandi kröfum um viðbragðstíma í sjúkraflugi. Hann segir um öryggismál að ræða.
Viðbragðstími útkalla á Vestmannaeyjasvæðinu er skipt í 4 stig . Viðbragðstími í forgangi 1 og 2 er 45 mínútur en lengri í forgangi 3 og 4. Í upphaflegri útboðslýsingu fyrir sjúkraflug var orðalag þannig að verksali skuli ávallt geta boðið upp á forgang 1 og 2. Því var breytt á þann veg að verksali skuli leitast við að geta sem oftast boðið upp á forgang 1 og 2.
-Auglýsing-
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Ríkiskaupum var orðalagi breytt vegna ábendinga bjóðenda og Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
www.ruv.is 04.02.2008
-Auglýsing-