-Auglýsing-

Opið bréf til yfirstjórnar LSH og landlæknis

Hallgrmur_Georgsson_minniÍ nýjasta hefti Læknablaðsins er  fjallað um skurðlækni sem vegna mistaka smitaðist af lifrarbólgu í starfi sínu. Hann lýsir þar mikillri vanlíðan og á tímabili óvissu með framtíð sína. Þetta er á margan hátt stórmerkileg grein þar sem hann segir meðal annars frá viðbrögðum yfirstjórnar spítlalans við veikindum sínum sem hunsuðu tilfinningar hans og áhyggjur. Merkilegt að því leyti að hér upplifir starfsmaður á eigin skinni hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi virkar í raun þegar eitthvað misferst í þjónustunni. Ég vil biðja viðkomandi skurðlækni forláts á að nota hans reynslu í þessu samhengi og vona innilega að hann muni ná sér að fullu. Hugleiðingar mínar tengjast honum annars á engan hátt.

Reynsla læknisins er á margan hátt svipuð reynslu hundruð sjúklinga og aðstandenda ár hvert. Þegar læknir gerir mistök í starfi fer af stað ferli afneitunar og hunsunar gagnvart þeim sem í lendir.

-Auglýsing-

Í greininni sem heitir “Ég fékk ekki að njóta vafans” má lesa: “Það virtist bara vera lagt kalt mat á hversu mikla fjármuni veikindi mín gætu kostað spítalann, en að ég persónulega þyrfti á stuðningi og hvatningu að halda var yfirstjórn spítalans greinilega algerlega óviðkomandi.” …. “Ég var nú reyndar búinn að komast að því áður en ég veiktist að athugasemdir og tillögur um breytingar á Landspítalanum voru ekki vel séðar.” 
Hann segir einnig “…að það hafi komið sér á óvart hversu ópersónulega yfirstjórn Landspítala hafi brugðist við veikindum hans”

Hvað sjúklinga varðar er ljóst er að Landlæknisembættið og yfirstjórn LSH taka oftar en ekki ófaglega á mistökum lækna (og vanrækslu ef út í það er farið) ef marka má tölur embættisins um viðbrögð við þeim kvörtunum sem þeim berast ár hvert. Hundruðir sjúklinga sem kvarta fá staðlað svarbréf frá embættinu um að ekki verði annað séð en faglega hafi verið staðið að þeirri meðferð sem í boði var. Í öðrum orðum þýðir það fyrir viðkomandi lækni að… “ef þú ert með fagbréf getur þú ekki gert mistök” Sjúkingarnir ganga síðan á hvern vegginn á fætur öðrum í leit sinni að réttlæti og stuðningi …. rétt eins og skurðlæknirinn. Þetta er sorgleg upplifun fjölda sjúklinga ár eftir ár.

- Auglýsing-

Í ljósi þess að læknar eru farnir að sjá að kerfið vinnur líka gegn þeim ef eitthvað kemur fyrir. Er þá ekki kominn tími til að laga til og hugsa málið upp á nýtt? Hvað veldur þeirri þöggun sem fer af stað þegar einhver segir frá mistökum?  Hvaða stétt fer með þennan málaflokk sem svona illa er unnið með? Er það eðlilegt að læknar hafi eftirlit með læknum? Það marg borgar sig, til langs tíma litið, að taka mistök alvarlega. Það á   að gera með umhyggju og stuðningi við þann sem verður á en ekki síður við skjólstæðingin sem situr stundum uppi með skaða sem annars enginn vill viðurkenna. Það er nefnilega málið að öllum líður illa með það sem gerðist. Bara mis mikið.

Ég vill hvetja landlækni og yfirstjórn LSH til að fara að vinna faglega í kvörtunarmálum og hlusta á lausnir til úrbóta frá starfsfólkinu sínu og þeim sjúklingum sem hætta sér í slaginn. Ég vill líka nota tækifærið og hrósa ritstjórn Læknablaðsins fyrir að birta áðurnefnda grein. Meira af þessu og þá hvað mistök í starfi geta haft slæmar afleiðingar fyrir sjúklinga og aðstandendur.

Ég ber einnig þá von að í kjölfar greinarinnar “Ég fékk ekki að njóta vafans” að læknar almennt íhugi eigin viðbrögð þegar þeim verður á mistök í starfi. Munu þeir fá þann stuðning sem þeir raunverulega þurfa í slíkum aðstæðum eða er þeim uppálagt  að hlaupa bak við yfirstjórn LSH og síðan landlækni og ulla á sjúklinginn í stað þess að setjast niður, ræða málin og finna lausn öllum til farsældar? Það verður ekki bæði haldið og sleppt eftir því hver verður fyrir mistökunum.

Hallgrímur Georgsson
hgsm@internet.is

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7.4 2011.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-