Nú hafa vísindamenn komist að því að Miðjarðarhafsmataræðið er ekki aðeins gott fyrir hjartað heldur heilann líka, en frá þessu var sagt í Mail Online á dögunum.
Það er semsagt óhætt að mæla með því að borða eins og Grikki og öðlast við það góða hjartaheilsu og verða eldskarpur eða skörp fram eftir öllum aldri.
Í stuttu máli komust vísindamenn að því að fólk sem borðaði mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti, hnetum, fiski, mögru kjöti og ólífuolíu er í minni áhættu á aldurstengdum sjúkdómum eins og elliglöpum.
Vísindamenn frá Háskólann, Exeter Medical School gerðu fyrstu kerfisbundnu skoðunina á fyrri rannsóknum á því hvernig mataræði gagnast heilanum.
Þetta kemur í kjölfar þess að í síðasta mánuði var tilkynnt um að sama mataræði gæti unnið á móti genatengdri áhættu á heilaáföllum.
Teymið sem stutt var af the National Institute for Health Research Collaboration for Leadership in Applied Health Research and Care in the South West Peninsula ( þetta var langt), skoðaði á þriðja tug rannsókna af ýmsu tagi.
Í níu rannsóknanna kom fram fylgni á milli Miðjarðarhafsmataræðisins og betri andlega getu, minni hættu á andlegri hnignun og minnkaðri áhættu á Alzheimer.
Hinsvegar voru niðurstöðurnar um lítillega minnkaða vitmunalega eða hugræna getu, þ.e. stigið áður en Alzheimer eða elliglöp gera vart við sig og einhverjir gætu fundir fyrir erfiðleikum á þessu sviði, mótsagnarkenndar og ónákvæmar.
Stjórnandi rannsóknarinnar Iliana Lourida segir: „Miðjarðarhafsmataræðið er bæði girnilegt og næringarríkt. Kerfisbundnar rannsóknir okkar sýna að það geti hjálpað okkur til að verja heilan gegn öldrun og minnka þar með áhættuna á elliglöpum.
Tengslin á fylgninni milli Miðjarðarhafsmataræðisins og elliglapa er ekki ný af nálinni, en okkar rannsókn er sú fyrsta það sem farið er skipulega yfir allar fyrirliggjandi rannsóknir og sönnunargögn um efnið“