-Auglýsing-

Íslenskur læknir heiðraður af Bandarísku hjartasamtökunum

Niðurstöður rannsóknar sem Gunnar H. Gíslasons læknir frá Hjartadeild Gentofte Háskólasjúkrahússins í Kaupmannahöfn er aðalhöfundur að, hafa verið útnefndar af Bandarísku hjartasamtökunum (American Heart Association) sem næst mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sem birtar voru árið 2006.

Heiðurinn kemur vegna rannsóknar sem birt var í tímaritinu Circulation á síðasta ári, og fjallar um aukna áhættu við að taka venjuleg gigtarlyf í flokki svo kallaðra NSAID lyfja, fyrir sjúklinga sem hafa fengið kransæðastíflu. Rannsóknin sýnir fram á að þessi lyf, bæði svokallaðir sértækir COX-2 hemlar og ósértæk NSAID lyf í háum skömmtum, auka umtalsvert áhættu á dauða og endurtekinni kransæðastíflu hjá þessum sjúklingahópi.

-Auglýsing-

Niðurstöðurnar benda til þess að sjúklingar sem hafa fengið kransæðastíflu, eða hafa aukna áhættu á að fá kransæðasjúkdóm, eiga að varast þessi lyf ef mögulegt er. Fyrir hjartasjúklinga sem vegna annars sjúkdóms eða verkja geta ekki verið án þessara lyfja, er mikilvægt að ráðfæra sig við lækninn sinn varðandi áhættu og gagn af meðferðinni, og aðra meðferðarmöguleikar. Ef þörf er á meðferð með þessum lyfjum á frekar nota lyf í flokki ósértækra NSAID lyfja í eins lágum skömmtum og mögulegt er og helst einungis í stuttan tíma.

Rannsóknin hefur vakið umtalsverða athygli á alþjóðlegum vettvangi og niðurstöðurnar hafa þegar verið teknar inn í síðustu meðferðarráðleggingar frá Bandarísku hjartasamtökunum sem vanalega hafa stór áhrif á alþjóðlegar ráðleggingar varðandi meðferð á sjúklingum með hjartasjúkdóma.

- Auglýsing-

mbl. 21.05.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-