-Auglýsing-

Efnaskiptavilla

Það getur verið vandasamt að velja sér rétt mataræði

Efnaskiptavilla (metabolic syndrome) er hugtak sem notað er til að lýsa ákveðnu líkamsástandi sem fylgir aukin hætta á hjarta-og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund 2.

Efnaskiptavilla er oft til staðar hja þeim sem eru of þungir, en getur einnig verið til staðar þótt líkamsþyngd sé eðlileg, sérstaklega ef kviðfita er mikil.

-Auglýsing-

Talið er að allt að 25% Bandaríkjamanna hafi efnaskiptavillu. Heilkennið einkennist af kviðfitu með vaxandi mittismáli, háum þríglýseríðum í blóði, lágu HDL-kólesteróli, háum blóðþrýstingi og hækkuðum blóðsykri. Þetta ástand eykur hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum.

Skilgreining efnaskiptavillu

Skilgreiningin á efnaskiptavillu byggir á því að eftirtalin atriði séu til staðar.

- Auglýsing-

Mittismál karla ≥ 94 cm og kvenna ≥ 80 cm og tveir af eftirtöldum fjórum þáttum til viðbótar:

– háþrýstingur; efri mörk ≥ 130 og/eða neðri mörk ≥ 85 mmHg

– þríglýseríðar ≥ 1.7 mmol/L

– HDL kólesteról < 1.03 (karlar) og 1.29 (konur) mmol/L

– blóðsykur (fastandi) ≥ 5.6 mmol/L

Ef þú hefur grun um að þetta geti átt við þig þá skaltu leita þér aðstoðar.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-