-Auglýsing-

Hjúkrunarfræðingar neita nýjum vöktum

Yfirgnæfandi meirihluti um 150 hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga á fjórum deildum Landspítalans fellst ekki á boðaðar breytingar á vaktafyrirkomulagi.

Deildirnar sem um ræðir eru myndgreiningarsvið og kvennadeild og skurðstofur á Hringbraut og í Fossvogi. Vigdís Árnadóttir, trúnaðarmaður skurðstofu á Hringbraut, segir breytingarnar tefla öryggi sjúklinganna í tvísýnu. Í stað þess að sérhæfðir hjúkrunarfræðingar séu bæði á næturvakt á kvennadeild og á skurðdeild eigi einn að sinna báðum deildunum.

-Auglýsing-

„Hjúkrunarfræðingur af kvennadeild veit ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður í hjartaaðgerð og hjúkrunarfræðingur af skurðdeild þekkir ekki inn á keisaraskurði. Í báðum tilfellum er um líf að tefla,” segir Vigdís.
Hjúkrunarfræðingarnr fengu frest út febrúar að samþykkja eða synja að starfa samkvæmt nýja kerfinu. „Við lítum svo á að okkur hafi í raun verið sagt upp störfum 1. febrúar og séum lausar 1. maí,” segir Vigdís.

Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir geislafræðinga á myndgreiningarsviði vera dagvinnufólk á lágum grunnlaunum sem hafi getað bætt kjörin með gæsluvöktum. „Nú á að taka upp þrískipt vaktakerfi sem þau telja afar ófjölskylduvænt auk þess sem tekjur þeirra muni rýrna verulega. Það telja þau óviðunandi,” segir Katrín, sem telur langflesta á myndgreiningarsviði hafa hafnað því að starfa eftir breyttu fyrirkomulagi.

- Auglýsing-

„Vonandi átta yfirmenn okkar sig á að því að breytingarnar eru gjörsamlega óraunhæfar, annars óttast ég verulega um sjúklingana,” segir Vigís Árnadóttir.

Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri skurðsviðs, segir breytingarnar eiga að færa vinnuvernd hjúkrunarfræðinga til móts við kröfur ESB. Hún hafnar því að öryggi sjúklinga minnki og bendir á að sérfræðingarnir sem um er rætt séu aðeins á spítalanum fjórar nætur í viku og ekki um helgar. Með breytingunni verði sérfræðingur ávallt á staðnum.

„Þessir skurðhjúkrunarfræðingar og svæfingarhjúkrunarfræðingar eru vel í stakk búnir að fara á milli húsa,” segir Helga, sem kveður Landspítalann ekki telja að hjúkrunarfræðingunum hafi verið sagt upp þótt breyta eigi vaktafyrirkomulagi utan dagvinnutíma. „Nú tek ég tíu daga í að fara yfir rök og hugmyndir frá hjúkrunarfræðingunum,” segir hún.

gar@frettabladid.is

www.visir.is 01.03.2008 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-