-Auglýsing-

Hjólað fyrir hjartað – Blíðfinnur er til sölu

“Ég heiti Blíðfinnur og kallaður Bóbó.”

Nú er komið að kaflaskiptum og Blíðfinnur er til sölu eftir tvö góð ár saman. Ég er semsagt að fá mér nýtt hjól til að hjóla fyrir hjartað. Blíðfinnur er frábært hjól eins og sést á pistlinum hér að neðan sem segir aðeins frá ferðalagi okkar. Ásett verð er 320.000 og nánari upplýsingar fást með því að senda mér skilaboð.

Hjartalíf.is er ekki sölusíða en mér fannt þetta eiga erindi hér þar sem Bóbó hefur tengst verkefninu hjólað fyrir hjartað. Ég fékk Blíðfinn í hendurnar 11 apríl 2022 og á fyrsta hring var ljóst að við áttum eftir að vera góðir vinir. Hjólið var mjúkt og fór blíðlega með mig um götur og stíga. Nafnið kom þess vegna að sjálfu sér því upp í hugann kom þessi setning „Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó.“ Setningin er úr bókunum um Blíðfinn eftir Þorvald Þorsteinsson.

-Auglýsing-

Þetta frábæra hjól sem hentar fyrir bæði kynin er af gerðinni Cube Touring Hybrid One 2022 rafhjól í stærð medium og passar fyrir 168-180 cm háa manneskju. Bóbó er með 500 W rafhlöðu og er í toppstandi. Við Bóbó erum búnir að rúlla 2.700 km og Bóbó er sérlega ljúfur, og þægilegur í öllum meðförum auk þess að vera með dempurum að framan. Nýlegir bremsuklossar, keðja og ný kassetta. Alltaf þjónustað af TRI. Alltaf verið geymdur inni og vel hugsað um hann. Eingöngu verið hjólað á malbiki og ekkert í saltinu yfir veturinn. Bóbó er með Trapize stöng þannig að það hentar fyrir bæði/öll kyn. Ásett verð 320.000.
Sambærilegt hjól kostar nýtt 454.990.

Hér má sjá nánari upplýsingar um hjólið. https://archiv.cube.eu/en/2022/531051

- Auglýsing-

Nánari upplýsingar í skilaboðum eða í tölvupósti á bjorn@hjartalif.is

Aðeins meira um Blíðfinn og ævintýrin okkar

Að sjá vorið lifna við og taka á móti sumrinu á hjóli er upplifun. Upplifun sem best er að deila með vini, góðum vini Bóbó. Við höfum átt stórkostlegt sumrar 2022 þrátt fyrir sólarleysi. Við höfum nýtt tækifærin vel á milli lægða og raunar ansi oft verið sólarmegin.

Í rauninni finnst mér að það gerist hálfgerðir galdrar á hjóli þ.e. rafmagnshjóli. Frelsið sem ég upplifi er mikið enda gat ég ekki stundað mikla hreyfingu í all mörg ár vegna hjartabilunar og því hefur frelsið sem hjólreiðarnar færa mér aukið lífsgæði mín verulega.

Ævintýrin

Við Bóbó njótum þess að viðra hvorn annan og þegar þetta er ritað höfum við lagt að baki rúma 2700 km síðan í apríl 2022. Við höfum fetað saman götur og stíga á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem við höfum lagt land undir hjól og farið um Andakíl og Borgarnes. Við höfum átt aldeilis frábærar vikur í Eyjafirði þar sem við nutum þess að hjóla um búsældarlegar sveitir í blíðuveðri eins og alltaf er í Eyjafirði.

Þetta hafa verið góðir túrar hjá okkur og ég trúi því að Bóbó finnist jafn gaman og mér á þessu flandri okkar og njóti þess að skoða veröldina frá okkar sjónarhorni. Og talandi um það. Sjónarhornið sem fæst við það að gerast landkönnuður á rafmagnshjóli er sérlega skemmtilegt. Tengslin við náttúruna verða sterkari og öll upplifun verður einhvern veginn í annarri vídd. Hugurinn hægir á sér og skilningarvit eins og sjón, heyrn og lykt verða næmari. Þetta er klárlega að vera í núinu.

Fyrir mig hjartabilaðan manninn hefur þetta verið aldeilis frábært ævintýri að hjóla á rafhjóli fyrir hjartað og aukið lífsgæði mín verulega og veitt mér mikla gleði.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-