-Auglýsing-

Goðsagnir og mýtur um hjartaheilsu

Mikið magn upplýsinga er að finna á netinu og nú hefur gervigreind bæst við.

Gríptu súkkulaði, fáðu þér aspirín og skolaðu því niður með rauðvíni og þú ert á leið í gott heilbrigt hjartalíf. Ekki kannski alveg svo einfalt. Haft er eftir Dr. Steven Nissen yfirmanns Cardiovascular Medicine við Cleveland Clinic í Ohio að mikið af þeim upplýsingum sem Bandaríkjamenn nota til að fá leiðbeiningar um hjartaheilsu er lítið annað en goðsagnir eða mýtur.

“Þetta er hræðilegt,” segir hann. “Og þetta verður bara verra. Þessa dagana getur þú farið á netið og googlað upplýsingar um nánast hvaða hjartaástand sem er og fengið mikið magn upplýsinga. Vandamálið er að margar þeirra eru rangar. Sömu sögu er að segja um mikið af goðsögnunum sem ganga milli manna, þær eru líka rangar.”

-Auglýsing-

fyrir nokkrum misserum gaf Dr. Nissen út bókina Heart 411 ásamt félaga sínum, hjartaskurðlækninum Marc Gillinov þar sem þeir fóru í gegnum mikið af þeim orðrómi sem gengur manna á milli um hjartaheilsu. Þeir nálguðust viðfangsefnið eins og kviðdómur myndi nálgast réttarhöld. Þeir veltu upp spurningunni, eru til sannanir sem eru hafnar yfir skynsamlegan vafa að rauðvín sé gott fyrir hjartað, súkkulaði komi að gagni við hjartaheilsu og hvort rautt kjöt sé vont fyrir hjartað svo dæmi sé tekið.

Goðsögn: Konur fá ekki brjóstverki þegar þær fá hjartaáfall

Þetta er mjög útbreidd mýta. Eftir að birtist fyrir nokkrum misserum grein í JAMA (the Journal of the American Medical Association), hafa fjölmiðlar fjallað mikið um þetta, að margar konur sem fái hjartaáfall fái ekki brjóstverki.

- Auglýsing-

Á meðan þetta getur verið satt fyrir sumar konur, er mikilvægt að skilja að eitt aðaleinkenni hjartaáfalls hjá bæði körlum og konum er brjóstverkur.

U.þ.b. 12% kvenna eru líklegri til að fá ekki brjóstverki við hjartaáfall, en það er í sjálfu sér ekki stór munur.

Það má vera að hluti kvenna verði bara móðar, svimað eða liðið út af, en það sama gildir um lítinn prósentuhluta karla.

Karlar og konur eru meira lík en ólík. Það er einhver munur á einkennum, en ekki eins mikill og margur heldur.

Fyrir hjartaáföll ætti að gefa báðum kynjum sömu ráðleggingar: Ef þú ert með brjóstverki, ef þú verður skyndilega mjög móð/móður, ef þig svimar, verður létt/léttur yfir höfuð og svitnar skyndilega, taktu það alvarlega og hringdu á 112 og drífðu þig undir læknishendur hið bráðasta –hvort sem þú ert karl eða kona.

Goðsögnin um að súkkulaði sé gott fyrir hjartað

Um þetta segir Dr. Nissen. „Það er til pínulítið af sönnunum –og þær eru ekki sterkar- um að dökkt súkkulaði sé líklega í lagi fyrir hjartað. Það er jafnvel til lítil rannsókn sem gefur til kynna að dökkt súkkulaði lækki blóðþrýsting pínulítið. En áhrifin eru mjög lítil og súkkulaði hefur tilhneigingu til að vera hitaeiningaríkt og fullt af sykri.

Þannig að segja að súkkulaði sé gott fyrir hjartaheilsu er eiginlega ekki rétt. Þetta er dæmi um, af því að það er krúttlegt og það er fréttnæmt: Hvenær sem ein af þessum lélegu athugunarrannsóknum (observational) eru birtar, er þeim slegið upp í fjölmiðlum með stórum fyrirsögnum.

Sannleikurinn er sá að það eru engar slembiraðaðar rannsóknir (randomized control), þar sem valið er handahófskennt í hópa sem eru í einhverjum alvöru gæðum um þetta efni.

Í bókinni okkar tölum við á muninn á þessum rannsóknum þ.e. þeim sem byggja á athugunum (observational) og gögnum sem fást með þeim hætti og svo aftur þar sem um er að ræða slembirannsóknir þar sem rannsóknin byggist á því að valið er af handahófi í hópa ( randomized control).

Flestar rannsóknir á súkkulaði eru ekki slembirannsóknir þar sem fólki er skipt handahófskennt í hópa.

- Auglýsing -

Helmingnum af hópnum er gefið súkkulaði í fimm ár og hinn hlutinn á að láta súkkulaði algjörlega eiga sig.

Að þessu loknu yrði metið hvor hópurinn væri betur staddur og hvort súkkulaði hefði raunveruleg áhrif á hjartaheilsu eða ekki.

Sannleikurinn er sá að rannsóknirnar sem tengjast súkkulaði eru athugunarrannsóknir (observational) þar sem gögn eru skimuð og fólki fylgt eftir og það eru í eðli sínu gallaðar rannsóknir.

Gögnin eru einfaldlega ekki nógu traust og mikið takmarkaðri þegar eingöngu er um að ræða athugunarrannsóknir.“ Segir Dr. Nissen.

Goðsögnin um að rauðvín sé gott fyrir hjartað

„Þegar upp er staðið eru í rauninni ekkert sem bendir til þess að rauðvín sé betra fyrir hjartað en aðrir drykkir sem innihalda alkahól,“ segir Dr. Nissen.

„Það eru hinsvegar gögn sem sýna að hófleg neysla áfengis sama hvað vín er drukkið -rauðvín, hvítvín, bjór eða sterkt vín- geti komið að gagni til að fyrirbyggja hjarta og æðasjúkdóma. Það gerist með því að áfengi hækkar góða kólesterólið HDL.

Goðsögnin eða mýtan um rauðvínið kemur frá hinni svokölluðu Frönsku þversögn, að Frakkar drekki mikið rauðvín og þeir hafi tiltölulega lága tíðni hjartasjúkdóma, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir borði mikla fitu. Fólk byrjaði að halda að það væri rauðvínið sem verndaði þá.

Það hafa verið gerðar lítilsháttar rannsóknir á dýrum sem sýna að efnið reservatol sem finnst í rauðvíni virðist hafa verndandi áhrif á mýs.

Það sem almenningur náði ekki var að vísindamennirnir gáfu músunum þúsund sinnum meira reservatol en mannfólkið fengi nokkru sinni með því að drekka rauðvín, og það hefur ekki tekist að sýna fram á sömu niðurstöður í öðrum rannsóknum.

Þegar allt kemur til alls mælum við ekki með því að fólk fari að drekka áfengi til þess að vernda hjartað. En ef þú drekkur glas eða tvö af víni á dag, miðað við þína líkamsþyngd, getur það flokkast undir það að vera gott fyrir hjartað.“

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-