Margir taka kipp þegar birtast fréttir af því að rauðvín sé allra meina bót, ekki síst fyrir hjartað. Þetta er goðsögn því það skiptir engu máli hvort drukkið er hvítt, rautt , bjór eða sterkt vín.
Þetta kemur fram í bókinni Heart 411 sem fjallar um goðsagnir tengdar hjartanu og var skrifuð af tveim læknum sem starfa á Cleveland Clinic í Ohio. Þeir skoðuðu goðsagnir og könnuðu hvað bjó þar að baki.
Rauðvínið ekkert betra
„Þegar upp er staðið eru í rauninni ekkert sem bendir til þess að rauðvín sé betra fyrir hjartað en aðrir drykkir sem innihalda alkahól,“ segir Dr. Nissen. „Það eru hinsvegar gögn sem sýna að hófleg neysla áfengis sama hvað vín er drukkið -rauðvín, hvítvín, bjór eða sterkt vín- geti komið að gagni til að fyrirbyggja hjarta og æðasjúkdóma. Það gerist með því að áfengi hækkar góða kólesterólið HDL.
Franska þversögnin
Goðsögnin eða mýtan um rauðvínið kemur frá hinni svokölluðu Frönsku þversögn, að Frakkar drekki mikið rauðvín og þeir hafi tiltölulega lága tíðni hjartasjúkdóma, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir borði mikla fitu. Fólk byrjaði að halda að það væri rauðvínið sem verndaði þá.
Rannsóknirnar
Það hafa verið gerðar lítilsháttar rannsóknir á dýrum sem sýna að efnið reservatol sem finnst í rauðvíni virðist hafa verndandi áhrif á mýs. Það sem almenningur náði ekki var að vísindamennirnir gáfu músunum þúsund sinnum meira reservatol en mannfólkið fengi nokkru sinni með því að drekka rauðvín, og það hefur ekki tekist að sýna fram á sömu niðurstöður í öðrum rannsóknum.
Það tekur því ekki að byrja til að vernda hjartað
Þegar allt kemur til alls mælum við ekki með því að fólk fari að drekka áfengi til þess að vernda hjartað. En ef þú drekkur glas eða tvö af víni á dag, miðað við þína líkamsþyngd, getur það flokkast undir það að vera gott fyrir hjartað.“
Ofneysla hefur afleiðingar
Við þetta má bæta að ný rannsókn sem birt var fyrir nokkrum misserum bendir til að of mikil áfengisneysla geti aukið líkur á hjarta og æaðsjúkdómum. Fyrir hverjar 12,5 áfengiseiningar sem fólk neytir umfram neysluviðmið aukast líkurnar á heilablóðfalli um 14%, lífshættulega háum blóðþrýstingi um 24%, hjartabilun um 9% og hjartaáfalli um 15%. Samkvæmt breskum viðmiðum um áfengisneyslu er mælt með að fólk neyti ekki meira en 14 áfengiseininga á viku eða ekki meira en sex stóra bjóra eða sjö vínglös.
Björn Ófeigs.
Munið eftir að læka við okkur á Facebook