-Auglýsing-

Fróðlegur fyrirlestur

Guðrún Bergmann Franzdóttir skrifar í Morgunblaðinu í dag um fyrirlestur sem Birna Bjarnason-Wehrens hélt um gildi hreyfingar fyrir hjartveik börn.

BIRNA Bjarnason-Wehrens er íslensk kona, doktor íþróttafræðum og endurhæfingu frá German Sport University í Köln, Þýskalandi. Hún hefur skrifað margar greinar og tekið þátt í rannsóknum um hreyfingu og þjálfun hjartasjúklinga og hefur haft sérstakan áhuga á að skoða hreyfingu og hreyfiþroska hjá börnum með meðfædda hjartagalla. Hún hlaut meðal annars verðlaun evrópsku hjartasamtakanna (European Society of Cardiology) árið 2006 fyrir kynningu sína á rannsókn sem hún gerði á hreyfiþroska barna með meðfædda hjartagalla borið saman við heilbrigða jafnaldra.

-Auglýsing-

Birna hélt fyrirlestur um hreyfingu hjartveikra barna á læknadögum 22. janúar sl. Þá hélt hún einnig fyrirlestur 23. janúar sem hugsaður var fyrir íþróttakennara, sjúkraþjálfara, leikskólakennara, foreldra og aðra sem koma að uppeldi, þjálfun og kennslu hjartveikra barna. Mæting var nokkuð góð þó að fleiri fagaðilar hefðu mátt mæta.

Þessi fyrirlestur var mjög fróðlegur og nauðsynlegur og margt lærdómsríkt kom fram. Í Þýskalandi eru starfandi nokkrir hreyfihópar fyrir hjartveik börn sem njóta mikilla vinsælda. Í rannsóknum sem Birna hefur gert kemur fram að mjög mörg hjartveik börn eru undir í hreyfiþroska og þoli miðað við heilbrigð börn. Mörg börn með smávægilega galla eru ofvernduð af foreldrum og aðstandendum sem gerir það að verkum að börnin voru eftirbátar heilbrigðra jafnaldra. Í rannsókn kom fram að eftir að börnin höfðu verið í hreyfihóp í 8 vikur kom fram greinilegur munur til hins betra. Í framhaldi af þessum átta vikum sýndi hópurinn enn batamerki, enda héldu börnin áfram að stunda einhverskonar hreyfingu.

- Auglýsing-

Morgunblaðið 08.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-