-Auglýsing-

Hjartsláttartruflanir

Hjartsláttartruflanir geta verið með ýmsu móti og sumar þeirra til þess að gera saklausar á meðan aðrar geta verið lífshættulegar.

Hjartsláttartruflanir eru af ýmsum toga og flestar hættulitlar á meðan aðrar geta hreinlega verið lífshættulegar. Ef þetta vandamál hrjáir þig og þú hefur ekki fengið skýringar á því er rétt að leita læknis og láta athuga málið.

Truflun á hjartsláttartakti eða –hraða kallast hjartsláttartruflanir (arrhythmia) en til eru margar tegundir þessara truflana. Einhverjar þeirra eru saklausar á meðan aðrar eru alvarlegri, geta leitt til yfirliðs eða jafnvel skyndidauða.

Hér fyrir neðan eru nokkrar skilgreiningar hjartsláttatruflana fengnar af heimasíðu Hjartamiðstöðvarinnar:

  • Bradycardia er hægur hjartsláttur (yfirleitt skilgreint sem hjartsláttarhraði undir 60/mínútu).
  • Tachycardia er hraður hjartsláttur (yfirleitt skilgreint sem hjartsláttarhrað yfir 100/mínútu).
  • Supraventricular arrhythmia er hjartasláttartruflun sem byrjar ofan við slegla hjartans, t.d. í gáttum. -Supra- þýðir ofan við og -ventricular-  vísar til sleglanna sem eru aðaldæluhólf hjartans.
  • Ventricular arrhythmia (takttruflun frá sleglum) er hjartsláttartruflun sem byrjar í sleglum hjartans.

Oft er hægt að fá lyf við hjartsláttartruflunum, t.d. betablokka eða kalsíumblokka. Ef verður veruleg truflun á rafleiðni um hjartað er stundum brugðið á það ráð að setja gangráð í viðkomandi ásamt lyfjagjöf.

Hægt er að rannsaka á einfaldan hátt leiðslukerfi hjartans og þannig greina og afmarka upptök og eðli hjartsláttartruflana. Því næst er oft hægt að eyða hugsanlegum óæskilegum leiðnibrautum sem valda óreglunni með því að brenna fyrir auka boðleiðir í kerfinu.

Takttruflanir frá sleglum

  • Ventricular arrythmia er hjartsláttartruflun sem byrjar í sleglum hjartans. “Ventricular” vísar til sleglanna eða afturhólfa hjartans.
  • Aukaslög frá sleglum (Premature Ventricular Contractions (PVC)) verða til vegna rafboða frá frumum í sleglum. Þessi rafboð skjóta sér inn á milli eðlilegra slaga hjartans. Aukaslagið kemur yfirleitt fljótlega í kjölfar eðlilegs slags en síðan verður oftast lengra bil á eftir aukaslaginu þar til næsta venjulega slag kemur.Aukaslög frá sleglum eru mjög algeng. Oftast valda þau ekki einkennum og þarfnast ekki sérstakrar meðferðar. Stundum fjölgar þessum aukaslögum við andlegt álag eða mikla neyslu koffíns eða nikotíns. Í sumum tilvikum má rekja aukaslög frá sleglum til undirliggjandi hjartasjúkdóms eða truflana í saltbúskap líkamans.
  • Sleglahraðtaktur (Ventricular Tachycardia (VT)) er hraður hjartsláttur sem byrjar í sleglum hjartans. Þessi taktur getrur orðið svo hraður að hjartað nær ekki að fyllast af blóði á milli slaga, blóðþrýstingur fellur og blóðrennsli til líffæra minnkar. Þetta getur valdið svima og yfirliði. Oftast má rekja þessa takttruflun til undirliggjandi hjartasjúkdóms. Sjúklinga með sleglahraðtakt ber ávallt að rannsaka vandlega til þess að finna undirliggjandi orsök svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð.
  • Sleglatif (Ventricular Fibrillation (VF)) er lífshættuleg hjartsláttartruflun. Rafvirkini í sleglum verður þá mjög hröð, tilviljanakennd og óregluleg. Sleglarnir tifa og enginn eiginlegur samdráttur verður í þessum megindæluhólfum hjartans. Lítið sem ekkert blóðstreymi verður til líffæra líkamans. Meðvitundarleysi verður innan fárra sekúndna. Nauðsynlegt er að hefja strax endurlífgunaraðgerðir og beita rafstuði sem allra fyrst til þess að koma hjartanu í réttan takt. Sleglatif er algengasta orsök skyndidauða.

Við sleglatif er nauðsynlegt að hefja endurlífgunaraðgerðir sem fyrst.

- Auglýsing-

Taktruflanir frá gáttum

  • „Supraventricular arrythmia“ er hjartsláttartruflun sem byrjar ofan við slegla hjartans, yfirleitt í gáttum eða AV-hnút. „Supra“ þýðir ofan við og „ventricular“ vísar til sleglana eða afturhólfa hjartans.
  • Aukaslög frá gáttum („premture atrial contraction“ (PAS)) verða til vegna rafboða frá gáttum hjartans sem þá koma á undan rafboðum frá sinus hnút.
  • Paroxysmal supraventricular tachycardia (PSVT) er hraður, reglulegur hjartsláttur sem byrjar í gáttum hjartans. Einkennin eru skyndilegur hraður og reglulegur hjartsláttur. Oft fylgir vanlíðan og máttleysi. Hjartsláttartruflunin endar oft jafn snögglega og hún byrjar.
  • Hraðsláttur vegna leiðni um aukabraut (accessory pathway tachycardia) er hraður hjartsláttur, oftast reglulegur, sem rekja má til þessa að auka rafleiðnibraut er til staðar sem liggur milli gátta og slegla hjartans. Rafboð fara þá um aukabrautina svo og venjulega leið um AV-hnút. Á þennan hátt myndast hringrás rafboða (svokallað “reentry”) sem í raun getur farið í báðar áttir. Aukabraut sem þessi er til staðar við svokallað Wolff-Parkinson-White (WPW) syndrom sem er vel þekkt en sjaldgæft fyrirbæri.
  • AV-nodal re-entrant tachycardia (AVRNT) er hraður, reglulegur hjartsláttur sem rekja má til þess að fleira en ein leiðnibraut er um AV-hnútinn sem getur leitt til þess að þar verður hringrás rafboða (reentry).
  • Atrial tachycardia er hraður hjartsláttur sem byrjar í gáttum hjartans.
  • Atrial fibrillation (gáttatif) er mjög algeng hjartsláttartruflun. Mjög tilviljanakennd rafboð fara þá um gáttir hjartans og keppa um leiðni gegnum AV-hnútinn. Þetta veldur því að hjartsláttur verður mjög óreglulegur og oftast hraður.
  • Atrial flutter (gáttaflökt) er truflun sem rekja má til einnar eða fleiri rafhringrása í gáttum hjartans. Hjartsláttur er venjulega ekki eins óreglulegur og við gáttatif.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-