Þú getur fundið hjartað hamast í brjósti þér í hvert sinn sem þú leggur höndina á brjóstkassann. En það eru margar ótrúlega lítt þekktar staðreyndir um hjartað sem fólk er ekki meðvitað um. Eða ætti ég kannski að segja að fólk hugsar ekki um það hvernig hjartað virkar frá degi til dags, það bara virkar.
Vefsíðan WebMD bað Dr. Richard Krasuski hjartasérfræðing á Cileveland klínikinu í Ohio að útskýra sumar af þeim ótrúlegu og lítt þekktu staðreyndum um mannshjartað.
Hversu miklu afkastar hjartað?
Á hverjum degi slær hjarta þitt um 100.000 sinnum og dælir tæplega 7.571 lítrum sem flæða um líkama þinn. Jafnvel þó hjartað sé ekki nema á stærð við hnefa hefur hjartað því göfuga starfi að gegna að dæla blóði í gegnum 96.561 km af æðakerfi þínu sem teygir sig út um allan líkaman og fæðir líffæri þín og vefi.
Skemmdir sem verða hjartanu eða hjartalokum geta dregið úr dælukrafti hjartans, sem getur neitt það til að vinna af jafnvel ennþá meiri krafti bara til að mæta þörf líkamans fyrir blóð.
Þannig að hvernig tryggir þú að hjartað þitt sé í sem bestu formi? “Með því að halda líkama þínum heilbrigðum heldur þú hjartanu þínu í betra formi,“ en þannig hljóma ráð Dr. Krasuskis.
Með öðrum orðum, borðaðu heilbrigt, hafðu máltíðir í góðu jafnvægi og ekki sleppa hreyfingunni.
Einkenni hjartaáfalls hjá körlum og konum
Þegar kemur að málefnum hjartans eru kynin klárlega ekki sköpuð jöfn. Sem dæmi vegur hjarta karla um 284 grömm á meðan hjarta kvenna vegur um 227 grömm að meðaltali.
Það er ekki nóg með að hjarta kvenna sé smærra heldur en karla heldur eru merkin um að hjarta kvenna sé í vandræðum oft á tíðum ekki jafn augljós. Þegar konur fá hjartaáfall er líklegra að þeim verið flökurt, fái meltingartruflanir og fái verk í öxlina frekar en aðal-einkenni hjartaáfalls, brjóstverki.
Hjarta og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök bæði karla og kvenna í hinum vestræna heimi. Bæði kyn ættu því að fara eftir þessum ráðum:
Ekki reykja, þekktu blóðþrýstings og kólesteról gildin þín og vertu meðvituð/meðvitaður um og lærðu að þekkja einkennin um að hjartað þitt gæti verið í vandræðum, bæði þau augljósu og þau einkenni sem eru eru lúmskari og ekki jafn augljós.
Hlátur; góða hjartameðalið
Sérfræðingar á sviði heilsu hafa nú sannað að hlátur sé gott meðal.
Góð og hressileg hlátursroka sem nær niður í maga getur sent 20% meira blóðfæði um allan líkamann. Í einni rannsókninni komust vísindamenn að því að með því að horfa á gamanmynd jókst blóðflæðið til muna. Þess vegna gæti hlátur verið hið fullkomna mótefni gegn streitu.
Þegar þú hlærð slaknar á æðakerfinu og æðarnar víkka, segir Dr. Krasuski. Þannig að flissaðu mikið og rektu upp hlátur reglulega. Hjartað þitt mun þakka þér.
Hvernig kynlíf hjálpar hjartanu
Að lifa virku kynlífi getur minnkað líkur á að deyja úr hjartaáfalli um helming.
Fyrir karlmenn getur fullnæging þrisvar til fjórum sinnum í viku hugsanlega verið áhrifarík vörn gegn hjarta og heilaáföllum, samkvæmt breskri rannsókn.
Hvort kynlíf virkar jafnvel á konur er ekki ljóst, en gott ástarlíf virðist hjálpa góðu heilsufari almennt.
Eitt er þó ljóst, kynlíf er fullkomið til að losa um streitu. Kynlíf er einnig góð líkamsæfing en við brennum um 85 hitaeiningum í hálftíma törn.
Ef þú átt í erfiðleikum með að stunda kynlíf gæti það hugsanlega verið viðvörun um að eitthvað sé að hjartanu. Sem dæmi, þá hafa sumar rannsóknir leitt í ljós að ristruflanir gætu verið viðvörun um hjartaáfall, allt að fimm árum áður en að því kemur.
Það er því mikilvægt að vera meðvitaður um tenginguna þarna á milli.
Munið eftir að læka við okkur á Facebook
Björn Ófeigs.