Fisk í matinn kynnir með stolti aldeilis frábæra útáfu af fiskrétti sem er sérlega hjartavænn. Fnitzel er málið á vindasömum degi.
HRÁEFNI
Uppskrift fyrir tvo
200 g ýsa/1 flak
200 g hveiti
5 egg, hrærð
250 g brauðraspur
Olía til steikingar
150 g smjör til steikingar
150 g skorinn laukur
2 msk. kapers
2 sítrónusneiðar
10 g smátt skorin steinselja
-Auglýsing-
AÐFERÐ
Ýsufnitzel
- Veltið fiskinum upp úr hveiti.
- Leggið fiskinn ofan í eggjahræruna og því næst í brauðraspinn. Endurtakið.
- Steikið á pönnu með olíu, lauk, salti og pipar í um 3 mín.
- Bætið á olíu eftir þörfum.
- Snúið fiskinum og bætið smjöri og kapers á pönnuna.
- Saltið og piprið eftir smekk.
- Raðið lauknum ofan á fiskinn ásamt sítrónusneiðum og steinselju.
- Klárið að elda á pönnu eða setjið í ofn á 180°C í u.þ.b. 5 mín. eða þangað til fiskur er gegnumsteiktur.
-Auglýsing-