Hér er fróðlegt myndband um egg og hvað skuli hafa í huga þegar velja á egg úti í búð, hvað eru góð egg og eru þau hættulaus. Dr. Russ er kynnirinn en hann er skemmtileg týpa sem er í wellness teymi Bandarísku verslunarkeðjunnar Harris Teeter.
Hann byrjar á því að tala um að hann hafi alist upp við það að borða egg og nefnir að sumir hafi áhyggjur af því hvað eigi að hafa í huga þegar keypt eru egg, hvort þau séu í lagi heilsunar vegna og fleira í þeim dúr.
Nokkrir punktar um egg.
- Meðal egg er 70 -80 kaloríur
- Tiltölulega lág í fitu
- Egg inniheldur um 1,5% af mettaðri fitu
- Frábær uppspretta próteina
- Innihalda járn, lútín, kólín og A D E og K vítamín
- Sum egg innihalda Omega 3 fitusýur
Af þessu má sjá að egg eru frábær uppspretta næringarefna.
Áhyggjurnar af kólesteróli
Hátt kólesteról innihald, um 200 mg.
Rannsóknir benda til að kólesterólinnihald eggja hafi minni áhrif á kólesteról en feitar mjólkurvörur og neysla á kjöti sem eru vörur sem eru með hátt hlutfall af mettaðri fitu.
Sumar rannsóknir benda reyndar til að mettuð fita sé kannski ekki svo slæm. Ég tala nú ekki um hér á Íslandi þar segja má að nánast allt kjöt er meira og minna lífrænt en ekki stútfullt af lyfjum og aukaefnum eins og annarsstaðar í heiminum.
Þannig að rannsóknir benda til þess að egg auki EKKI hættuna á hjarta og æðasjúkdómum eða heilaáfalli.
Sumir hafa haft áhyggjur af öðrum sjúkdómum eins og sykursýki, Rannsóknir eru í gangi en flest bendir til þess að allir geti borðað egg flesta daga vikunnar.
Hinsvegar ef þú er í áhættuhóp varðandi sykursýki gæti verið góð hugmynd að borða aðeins færri eða kannski fjögur egg á viku.
Það er gott að lesa á eggjabakkann til að átta sig á því hvaðan eggin koma og við hvaða skilyrði þau eru ræktuð. Þegar egg eru valin er rétt að hafa eftirfarandi í huga.
- Bún og hvít egg eru eins að innan. Stofn hænsnanna ræður litnum
- Mælt er með að nota gerilsneydd egg þar sem nota á hrá egg
- Með því að velja lífrænt ræktuð egg ættir þú að vera viss um að hænurnar gangi frjálsar og eru fóðraðar á fóðri sem er ekki fullt af lyfjum
- Eftir að heim er komið skaltu geyma eggin í kæliskáp
En hér er þetta skemmtilega myndband frá Dr. Russ.
Egg eru því ein besta uppspretta næringar sem um getur og svo eru þau svo góð, sannkallað ofurfæði, verði ykkur að góðu.