-Auglýsing-

„Ég elska Landsbankann!“

jhannes_kristjnsson_eftirherma_-_klddur_jpg_550x400_q95.jpgJóhannes Kristjánsson eftirherma segist elska Landsbankann eftir að starfskonu í bankanum tókst að selja honum sjúkdómatryggingu skömmu áður en hann fékk kransæðastíflu fyrir tíu árum. Ef Jóhannes hefði ekki keypt trygginguna hefði hann orðið gjaldþrota.

„Í desember 1998 var ég að ganga í miðbænum þegar skall á grenjandi rigning, það mikil að ég hljóp í skjól inn í Landsbankann. Þá kallaði á mig kona þar til að reyna að selja mér líf- og sjúkdómatryggingu. Ég sagðist ekki þurfa neitt svoleiðis en hún hætti ekki fyrr en hún hafði selt mér tryggingu. Í febrúar, tveimur mánuðum síðar, fékk ég svo kransæðastífluna. Tryggingin reddaði mér þá alveg því annars hefði ég farið á hausinn, misst húsið og allt,“ segir Jóhannes í viðtali við helgarblað DV.

-Auglýsing-

Það eru margir sem bölva Landsbankanum núna, Icesave og það allt. En þú ert kannski mjög þakklátur honum eftir þetta atvik?

„Já, ég elska Landsbankann!“ segir Jóhannes sem fékk svo tvö hjartaáföll á liðnu sumri. Hjarta hans var það skaddað á eftir að hann þurfti að fá nýtt hjarta grætt í sig fyrir nokkrum vikum.

- Auglýsing-

Lesið ítarlegt viðtal við Jóhannes í helgarblaði DV sem kom út í dag.

www.dv.is 09.10 2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-