Markmið verkefnisins er að dreifa jákvæðni og gleði á meðal almennings, segir forsvarsmanneskja verkefnisins Brostu með hjartanu sem hefur verið hrundið af stað á Akureyri.
Það er von þeirra sem standa að verkefninu Brostu með hjartanu að sem flestir taki þátt í því að smita jákvæðni og bjartsýni á meðal fólks. En hópurinn hefur framleitt hjartalaga límmiða sem dreift hefur verið víða um bæinn og einnig hafa spakmæli og ljóð verið máluð á veggi á opinberum stöðum. Bryndís Óskarsdóttir hönnunar og viðskiptastjóri hjá Ásprenti – Stíl segir eitt af markmiðum verkefnisins vera að fá sem flesta til að taka þátt í því.
-Auglýsing-
Sjá umfjöllun á heimasíðu Stíls hér
www.ruv.is 05.11.2008
-Auglýsing-