-Auglýsing-

Biðlistar eftir hjartaþræðingu aldrei verið lengri

HjartaþræðingNú berast af því tíðindi frá Landlækni að aldrei hafi verið fleiri sjúklingar verið á biðlistum eftir hjartaþræðingum. Þetta er grafalvarlegt mál og sýnir svo ekki verður um villst að að ástand heilbrigðismála í landinu er í molum.

Það er þó ljós punktur að samkvæmt heimildum okkar þá stendur til að setja upp nýtt hjartaþærðingartæki í haust á Landspítalanum og vonandi verður það til þess að staðan á þessu breytist til betri vegar.

-Auglýsing-

Á vef Landlæknis um málið er sagt frá því að staðan á biðlistum í júní 2013 liggi nú fyrir. Ekki hafa áður verið eins margir einstaklingar á biðlistanum sem hafa þurft að bíða þrjá mánuði eða lengur vegna hjarta- og/eða kransæðamyndatöku (kransæðavíkkanir meðtaldar), en þessum einstaklingum hefur fjölgað um 23 frá mælingu í febrúar sl. og um tæplega 60 frá sama tíma fyrir ári.

Almennt virðast hafa verið árstíðubundnar sveiflur á fjölda einstaklinga á biðlistanum með toppum í október. Nú virðist hins vegar sem breyting sé á og einstaklingum hefur haldið áfram að fjölga á listanum. Alls höfðu 36,5% einstaklingar á bið- og vinnulista beðið í þrjá mánuði eða lengur. Hafa ber í huga að einstaklingar sem þurfa bráðameðferð fara ekki á biðlistann. Aðgerðum fækkaði um tæplega 9% á árunum 2010–2012.

- Auglýsing-

Aldrei hafa fleiri sjúklingar beðið lengur en þrjá mánuði eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatökum á Íslandi. Eru þá kransæðavíkkanir meðtaldar. Nú bíða 76 eftir slíkum aðgerðum en voru 60 færri á sama tíma í fyrra og aðeins 3 biðu í júní árið 2011.

Þetta kemur fram í samantekt Embættis landlæknis á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum í júní.

Heildaryfirlit yfir stöðu á biðlistum síðustu ára til og með júní 2013, ásamt greinargerð, er að finna á síðunni Biðlistar – tölur á vefsetri Landlæknis.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-