-Auglýsing-

Aukin tíðni hjartaáfalla hjá ungu fólki í Svíþjóð

Egg, beikon og pulsurÁ síðustu árum hefur tíðni hjartaáfalla og hjartasjúkdóma hjá ungu fólki í Svíþjóð aukist eftir að mjög hafði dregið úr tíðninni eftir að fólk var hvatt til að borða magran mat og meira grænmeti, ávexti og trefjaríkan mat. Sumir sérfræðingar telja að ein af aðalástæðum aukningar hjartasjúkdóma nú geti verið vinsældir megrunarkúra þar sem fólk á að borða mjög fituríkan mat.

Fituríkur matur getur aukið magn blóðfitu sem veldur skaða á æðakerfinu og eykur líkurnar á blóðtöppum og hjartasjúkdómum. Þetta er mat nokkurra lækna og prófessora sem skrifa grein um málið sem birtist í Dagens Nyheter í dag.

-Auglýsing-

Á síðustu áratugum hefur ævilengd Svía aukist um leið og hjartasjúkdómum og hjartaáföllum hefur fækkað um helming. Rannsóknir sýna að breyttar matarvenjur og lægri blóðfita eiga sinn þátt í þessu og að þakka megi því um 40 prósent af lægri dánartíðni. Ef minni reykingum og lægri blóðþrýstingi er bætt við skýrir það um 55 prósent af lægri dánartíðni þrátt fyrir að of þungum einstaklingum hafi fjölgað. Ný lyf eins og þau sem lækka blóðfitu og blóðþynningarlyf auk aðgerða á sjúkrahúsum eiga 35 prósenta þátt í lægri dánartíðni.

Á níunda áratug síðustu aldar var mikil áhersla lögð á að kynna almenningi ýmis úrræði til að draga úr líkum á hjartasjúkdómum eins og með breyttum matarvenjum, hreyfingu, minni reykingum og minna stressi. Fólki var ráðlagt að borða minna af feitum mat og meira af grænmeti og ávöxtum og trefjaríkum mat.

- Auglýsing-

Nú er þróunin að snúast við og í nýrri skýrslu frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar kemur fram að tíðni hjartaáfalla og hjartasjúkdóma hjá ungu fólki hefur aukist. Það er aðallega fólk með litla menntun sem þetta á við um.

Rannsóknir á fólki í norðurhluta Svíþjóðar sýna að eftir að átakið til bættrar heilsu hófst á níunda áratugnum dró verulega úr neyslu fólks á fituríkum mat og fólk borðaði meira af kolvetni og um leið minnkaði blóðfita.Frá því á miðjum síðasta áratug hefur neysla á fituríkum mat aukist aftur eins og til dæmis neysla á smjöri, rjóma og feitum mjólkurafurðum og neysla á kolvetni hefur minnkað. Á sama tíma hefur magn blóðfitu aukist hjá fólki auk þess sem fólk hefur almennt þyngst.

Megrunarkúrar þar sem mikil áhersla er lögð á að borða minna af kolvetni og meira af feitum mat til að léttast hafa átt miklum vinsældum að fagna í Svíþjóð og sýna rannsóknir að fjórði hver Svíi hefur prófað slíka megrunarkúra með það að markmiði að léttast. Læknarnir og prófessorarnir sem skrifa greinina segja að það sé óumdeildt að fólk eigi að borða minna af sykri og kolvetni í formi gosdrykkja, sælgætis, kaka og annarra sætinda en það sé algjörlega órökrétt að borða meira af fituríkum mat og prótíni og sé ekki til góðs fyrir heilsu fólks.

Í greininni benda þau á að nokkrir sænskir læknar og aðrir aðilar sem ekki hafa læknisfræðilega menntun hvetji fólk til að auka neyslu sína eða jafnvel borða ótakmarkað magn af smjöri, rjóma, sýrðum rjóma, svínafleski og öðrum fituríkum mat. Þetta sé ekkert annað en vinsældarboðskapur sem sé ekki byggður á læknisfræðilegum staðreyndum.

Sagt er frá þessu á pressan.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-