-Auglýsing-

Árlegur ábati 3,5 milljarðar

Samtals rekstrarábati af sameiningu spítalanna í nýju sjúkrahúsi er metinn 3,5 milljarðar árlega. Það eru 3,3 milljarðar til viðbótar við þá hagræðingu sem þegar er komin fram með sameiningu bráðamóttaka.
Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar um hagræði við sameiningu Landspítala og Borgarspítala. Þar kemur fram að markmið sameiningar stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík hafi verið að gera starfsemina skilvirkari og hagkvæmari. Talið er að stjórnendum spítalans hafi tekist að halda kostnaði í skefjum og líklegt sé að þróunin hefði orðið önnur ef sjúkrahúsin hefðu starfað áfram hvort í sínu lagi. Nú sé starfsemin aukin fyrir minna fjármagn.

Annað hagræði af sameiningu er sameining bráðaþjónustu í Fossvogi og við Hringbraut í fyrra. Að mati sérfræðinga eigi spítalinn enn töluvert inni þegar horft er til frekari hagræðingar. Þá kemur fram að samtals ábati af sameiningu í nýju sjúkrahúsi sé metinn 3,5 milljarðar króna árlega eða 3,3 milljarðar til viðbótar við þá hagræðingu sem þegar sé komin fram með sameiningu bráðamóttaka.

-Auglýsing-

frettir@ruv.is

www.ruv.is 01.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-