Ein af þeim spurningum sem vakna þegar ættingi greinist með gáttatif er hvort þetta sé ættgengt. Eðlileg spurning sem vísindamenn Íslenskrar Erfðargreiningar hafa rannsakað. Hér fyrir neðan er myndskeið þar sem Hilma Hólm hjartalæknir fer yfir málið í myndskeiði frá ÍE.
Gáttatif (atrial fibrillation) er algengast þeirra sjúkdóma, sem auðkennast af truflunum á hjartslætti. Það er óalgengt hjá ungu fólki en algengi eykst með aldri þannig að um 4% einstaklinga yfir sextugu hafa sjúkdóminn og 10% fólks yfir áttræðu. Búist er við mikilli fjölgun tilfella á næstu áratugum í tengslum við hækkandi aldur.
Talað er um langvinnt gáttatif þegar hjartsláttaróreglan hefur varað í sex mánuði eða lengur og í þeim tilfellum þarf alltaf að meðhöndla sjúkdóminn.
Helstu orsakir og áhættuþættir gáttatifs
- Hjartasjúkdómar: kransæðasjúkdómur, háþrýstingur, hjartabilun,hjartalokusjúkdómar, sjúkdómar í hjartavöðva, eftirköst kransæðahjáveituaðgerðar
- Sykursýki
- Langvinnir lungnasjúkdómar
- kæfisvefn
- Skjaldkirtilssjúkdómar
- Alvarleg veikindi eða sýkingar
- Ættarsaga/erfðir
- Offita
- Aldur yfir 60 ára eykur líkurnar
Í sumum tilvikum tengja einstaklingar ákveðnar venjur eða aðstæður við gáttatifsköst, til dæmis mikla streitu, neyslu koffeindrykkja, annarra örvandi efna og neyslu áfengis eða vímuefna.
Hilma Hólm hjartalæknir fer yfir Gáttatif og erfðarrannsóknir í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Nánari upplysingar er að finna á vefsíðu Íslenskrar Erfðargreiningar
Munið eftir að læka við okkur á Facebook