Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur.
Þættinir eru auk þess aðgengilegir hér á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.
Í dag færir Úlfar lesendum uppskrift að beikonvöfðum kjúklingalærum
6-8 beikonsneiðar
1 bátur gráðostur
1 dl kasjúhnetur
Salt og nýmalaður pipar
3 msk. olía
Kryddið lærin með salti og pipar. Setjið u.þ.b. 1 msk. af osti inn í hvert læri ásamt nokkrum kasjúhnetum. Vefjið beikonsneið utan um hvert læri og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 3-4 mínútur eða þar til beikonið er orðið fallega brúnað allan hringinn. Færið þá pönnuna í 180°C heitan ofn í 15 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C.
Rauðlaukssulta
2 msk. olía
3 rauðlaukar, skornir í báta
3-4 msk. sykur
3 lárviðarlauf
1 tsk. timían
1 dl balsamedik
Salt og nýmalaður pipar
Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í 2 mínútur. Bætið þá sykri á pönnuna og steikið í 1 mínútu. Þá er timíani, lárviðarlaufum og balsamediki bætt á pönnuna og látið sjóða þar til vökvinn er orðinn að sírópi. Smakkið til með salti og pipar. Berið lærin fram með rauðlaukssultunni og t.d. steiktum kartöflum og bökuðum maís.
Verði ykkur að góðu.