-Auglýsing-

Molar um hjartað í Vatnsmýrinni

Hjartad í VatnsmýriVikan hefur verið viðburðarík hjá þeim sem standa fyrir söfnun undirskrifta til stuðnings því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, Íslandsmet hefur verið slegið í fjjölda undirskrifta og stuðningurinn við málið mikill og víðtækur.

Ég skrifaði pistil um málið á mánudaginn um hádegisbil og þá höfðu 53.140 skrifað undir.

-Auglýsing-

Nú um sjöleitið á föstudagsmorgni er talan komin í 61.320..nei 61.400.  Meðaltalið frá mánudegi er um 1600 undirskriftir á dag.

Ef sami gangur helst í undirskriftunum eru líkur til þess að undirskriftir geti orðið yfir 90.000 þegar yfir líkur sem er hreint með ólíkindum.

- Auglýsing-

Sú staðreynd að meirihluti undirskriftanna komi af höfuðborgarsvæðinu segir okkur að sú skoðun er ekki bara útbreidd heldur almenn að flugvöllurinn skuli vera áfram í Vatnsmýrinni.

Orð eins og tilfinningaklám, frekjurök, afleiðurök, ósmekklegheit eru aðeins nokkur af þeim sem andstæðingar flugvallarins nota um rök þeirra sem vilja hafa flugvöllin þar sem hann er. Þau ummæli dæma sig sjálf.

Ef helstu rök andstæðinga vallarins eru að gera athugasemdir við lífsreynslusögur raunverulegs fólks sem á líf sitt að launa staðsetningu flugvallarins þá er það gott og vel, það er sjónarmið út af fyrir sig.

Nokkrar staðreyndir um lífæðina í Vatnsmýri.

  • Næstum tvö sjúkraflug eru flogin á Reykjavíkurvöll allt árið um kring, hátíðisdaga sem aðra daga.
  • Á hverju ári er fjöldi tilvika þar sem læknar eru sammála um að skjótur flutningur með sjúkraflugi hafi skilið á milli lífs og dauða.
  • Vegna breytilegra vinda og landslags er flugvöllur í Vatnsmýri raunhæfasti og öruggasti kosturinn í flugvallarmálum höfuðborgarinnar . Um það eru allir sérfræðingar sammála.
  • Þeir sjúklingar sem ekki þurfa skyndilegan flutning fara til Reykjavíkur á sjúkrahús eða til læknis með áætlunarflugi.
  • Í slæmum veðurskilyrðum geta þyrlur ekki lent við sjúkrahúsin og treysta á aðflugsbúnað Reykjavíkurvallar. Völlurinn er því lykilatriði í óskertri þjónustu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.
  • Þyrlur með slasaða sjúklinga mega engan tíma missa. Staðsetning vallarins rétt við sjúkrahús skiptir sköpum í öryggi sjófarenda.
  • Blóðsendingar til og frá Blóðbankanum í Reykjavík sem ekki þola bið eru sendar með flugi.
  • Hjartaaðgerðir, tauga- og heilaaðgerðir, hjartaþræðingar, vökudeild eru eingöngu á sjúkrahúsum í Reykjavík. Landsbyggðin treystir á samgöngur á þessa staði.

Hérna eru aðeins talin upp nokkur mikilvæg rök sem hníga að því að hjarta lífæðarinnar ætti að slá áfram í Vatnsmýri.

Ef þú vilt skrifa undir þá er tengillinn Hjartað slær í Vatnsmýri 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-