-Auglýsing-

Streita, öfgafull streita og brostin hjörtu

Langvarandi streita getur verið áhættuþáttur fyrir hjarta og æðasjúkdóma.

Í gegnum tíðina hefur mikið verið ritað og rætt um streitu í starfi sem áhættuþátt fyrir hjartasjúkdómum. Flestir eru sammála um að langvarandi streita geti haft áhrif á heilsu og margir benda á streitu sem orsakavald þegar hjartað gefur eftir.

Um þetta skrifuðu tveir hjartalæknar frá Cleveland Clinic í bók sem þeir gáfu út sem ætlað var að kafa ofan í sumar af þeim fullyrðingum sem vinsælt er að halda fram varðandi hjartasjúkdóma. Þeir ræða í bók sinni ýmsar mýtur og gagnrýna, en þeir ákváðu að nálgast efnið eins og það værir fyrir rétti og athuga hvort þeir gætu fundið sannanir fyrir þessum fullyrðingum sem væru hafnar yfir skynsamlegan vafa. Hér í þessum pistli kíkjum við á hvað þeir hafa að segja um vinnutengda streitu og öfgafulla streitu.

-Auglýsing-

„Þetta er ekki stór áhættuþáttur, þó að hann virðist hafa einhver áhrif í minnihluta hjartaáfalla” segir Dr. Nissen. „Við höfum hins vegar mjög góðar vísindalegar niðurstöður sem benda til þess að mjög öfgafull streita geti orsakað það sem við köllum brostið hjarta (Broken Heart Syndrome), sem orsakast af skyndilegri bylgju af mikilli streitu” ástand sem er almennt ekki lífshættulegt.

„Bestu gögnin koma frá áhugaverðum rannsóknum sem sýna t.d. að í úrslitaleik NFL deildarinnar í amerískum fótbolta, þar sem einstaklingar hvetja lið sitt áfram og finna fyrir mjög aukinni streitu og kvíða, þá eykst tíðni hjartaáfalla. Enn betri gögn hafa borist frá stöðum eins og Ísrael þar sem kemur í ljós að í fyrra Persaflóastríðinu, þar sem Scud eldflaugaárásum var beitt, þá jókst til muna tíðni hjartaáfalla þegar fólk upplifði þá gríðarlegu streitu sem aðstæðurnar ollu”.

- Auglýsing-

„Þetta sýnir að streita getur í einhverjum tilfellum, sérstaklega þegar streitan er mjög öfgafull, kallað fram hjartaáföll. Það er hins vegar mikilvægt að taka það fram að við sem dýrategund erum mjög vel aðlöguð að því að takast á við streitu. Forverar okkur upplifðu mikla streitu og þegar við sveifluðum okkur á milli trjánna vorum við á sífelldum flótta undan rándýrum. Streita er því ekki bara hluti nútíma lífernis.

Langvarandi streita er ekki góð fyrir fólk. Hún eykur bólgur (inflammation) í líkamanum, en fólk ætti ekki að halda að ef það býr við streitu í lífi sínu, að það muni valda því að það fái hjartaáfall. Streita er einn þáttur, en alls ekki sá mikilvægasti þegar kemur að hjartasjúkdómum“.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-