-Auglýsing-

Fann leiðina til léttara lífs

Guðjón ElíssonGuðjón Elísson var lengi búinn að leita að lausn í baráttu sinni við aukakílóinn með dapurlegum árangri, alveg þangað til hann fann sína leið til léttara lífs.

Guðjón fann leiðina í lágkolvetnalífsstílnum og hefur nú misst 22 kíló og er harðánægður með árangurinn. Við fengum leyfi Guðjóns til að birta pistilin hans um þessa reynslu. Þess má geta að hann heldur úti vefsíðunni gauiella.is

-Auglýsing-

Ástæðan fyrir að ég opinbera mig sem fyrrverandi fituhlunk og skrifa þennan pistil, er að ég finn til með fólki sem er að berjast við aukakílóin og fær bara að heyra, að eina leiðin sé að borða minna og hreyfa sig meira, eða að maður sé gráðugur og latur. Ég hef nefnilega staðið í þeirra sporum og veit að þetta er ekki rétt. Eftir endalausa megrunarkúra og sífellt aukna hreyfingu, sem litlu skilaði, datt ég niður á lausnina, þegar ég fann bók hjá Eymundssyni sem heitir “Hvers vegna fitnum við og hvað getum við gert við því” eftir rannsóknarblaðamann á vísindasviði, sem heitir Gary Taubes. Í þeirri bók hrekur hann með nokkuð sannfærandi rökum þá kenningu að neysla fitu geri mann feitan og að hollara sé að minnka fituneyslu og bæta það upp með aukinni kolvetnaneyslu. Samanber hinn fræga fæðupýramíta.

Síðan þessi kenning varð að heilögum sannleika sem ekki mátti efast um, (enda virtist engin ástæða til, því að eins augljóst og að sólin gegnur í kringum jörðina, var að ef þú borðar fitu, þá fitnarðu ), þá hefur hinn vestræni heimur bara fitnað frá ári til árs, með tilheyrandi sjúkdómum og gríðarlegum kostnaði fyrir samfélagið. Þannig að eitthvað hlaut að vera rangt við þær leiðbeiningar sem heilbrigðisyfirvöld hafa verið að ráðleggja fólki síðustu áratugina. Það er bara bull og vitleysa að maður þurfi að hlaupa hálfan daginn og telja kaloríur hin helming dagsins. Sjáið hvernig farið er með fólk í þættinum The biggest looser. Það er pínt áfram og svelt í margar vikur og kennt að neita sér um mat. Það gengur aldrei til lengdar, enda spái ég þvi að þau fitni öll aftur. Feitir hafa val um annað.

- Auglýsing-

Ég var allavega mjög ánægður með að komast að því að ég var ekki matgráðugur og latur, heldur var þetta spurning um hormónið insúlín sem hefur það hlutverk í líkamsstarfseminni, að koma orkunni úr blóðinu til líffæranna, en umfram magn af því stjórnar fitusöfnun. Matur, (ef mat skyldi kalla), sem fer hratt út í blóðið sem blóðsykur (glúkósi), þ.e. hefur háan sykurstuðul, kallar fram aukamagn af insúlíni. Insúlín gegnir því hlutverki að mata líffærin með þessum glúkósa (orku). En þótt orkan berist hratt út í blóðið, taka líffærin ekkert hraðar við, (líkt og barnið sem borðar ekkert hraðar þótt báðir foreldrar reyni að mata það í einu) þannig að þetta auka insúlín sem berst út í blóðið þegar blóðsykur hækkar of hratt, getur ekki komið neinu frá sér, nema til fitufrumanna sem taka við því sem umfram er og geymir.

Með auknu insúlínmagni í blóðinu lækkar blóðsykurinn hratt, því nú er bæði verið að næra likamann og stafla í geymslu. Þegar blóðsykur fellur hratt, skynjar heilinn það sem sykurfall og bregst við því með því að kalla fram hungurtilfinningu. Sem sagt, kaloríurnar voru svo sem nægilega margar, en vegna þess hve hratt þær bárust til líffæranna, nýttust þær ekki nema að hluta til brennslu. Afgangurinn fer beint á belginn á manni, en heilinn skynjar sykurfall og heimtar meira af kolvetnum þótt nóg sé til af orku í fitufrumunum.

Nú hafa komið fram nokkrir frumkvöðlar í læknis og næringafræðum sem hafa séð að fæðupýramítinn var ekki að virka og settu fram þá kenningu, að í raun ætti að snúa honum við og við ættum að draga úr neyslu á sykri og sterkju og stórauka fituneyslu. Nýjar rannsóknir virðast styðja við þá kenningu. Fita hefur ekki áhrif á blóðsykurinn. Jafnvel talin minnka líkur á hjarta og æðasjúkdómum. Auk þess eru þessi nútíma kolvetni mjög næringarsnauð og er það önnur ástæðan fyrir því að við erum alltaf svöng. Líkamann vantar næringarefnin, sem mikið er af í smjöri, eggjum, fituvefjum og lifur fiska og landdýra. Það er jafnvel talið að kolvetnasnautt fæði geti komið í veg fyrir og jafnvel læknað krabbamein. Krabbameinsfrumur nærast eingöngu á glúkósa og ef þær fá hann ekki, éta þær sjálfa sig upp innan frá, en aðrar frumur líkamans lifa góðu lífi á ketónum (úr fitu og próteinum).

Ég var frekar efins í fyrstu, en eftir því sem ég kynnti mér þetta betur, fór ég að kaupa rökin fyrir þessu og ákvað að prófa sjálfur. Ég tók út allan sykur, hveiti (sem er ekki sama hveitið og það var) og hveitiafurðir, pasta, grjón og meira að segja kartöflur. Það kom mér á óvart hvað það var auðvelt, því ég fékk það mikið í staðin í formi fitu. Ég gekk fram af sjálfum mér í fituáti og borðaði ógrynni af eggjum, beikoni, smjöri, rjóma, kókosolíu, ostum, feitu kjöti, fiski, hnetum ofl. Einu kolvetnin sem ég leyfði mér að borða, voru úr því grænmeti, sem vex ofanjarðar. Samkvæmt kaloríuformúlunni hefði ég átt að þyngjast helling, en undur og stórmerki gerðust, ég fór að léttast og það ótrúlega hratt. Það tók mig tvær til þrjár vikur að aðlagast því að brenna fitu í stað kolvetna, en það var ótrúlega létt og síðan þá er ég bara ekki svangur. Jú auðvitað kemur það fyrir, en það er öðruvísi svengd. Ekki þessi krefjandi hungurtilfinning. Ef það kemur fyrir að ég gleymi að borða vegna þess að hungurtilfinning er ekki sífellt að dúkka upp, þá hefur líkaminn gríðarlegt magn af eldsneyti í fitufrumunum, sem er nú mun aðgengilegra en áður, vegna þess að nú er ég að brenna fitu í stað kolvetna. Það er engu líkara en ég hafi afeitrað mig og öll löngun í bölvað ruslfæðið er horfin.

Því miður erum við Íslendingar ekki eins nýjungagjarnir í heilbrigðis og næringageiranum eins og í tækjum og tólum, en Svíarnir eru að kveikja á perunni og þar er hafin fæðubylting, sem er að smitast til Noregs, (sem er ástæðan fyrir smjörskortinum þar 2011). Sænskur Læknir að nafni Andreas Eenfeld er með heimasíðuna www.dietdoctor.com þar sem hann mælir með mataræði sem kallast LCHF og stendur fyrir Low Carb High Fat (lítið af kolvetnum, mikið af fitu). Á þessari síðu er hann með margar videomyndir af ansi merkilegum viðtölum og fyrirlestrum um þetta efni. Mæli ég sérstaklega með fyrirlestrinum um fæðubyltinguna (hér á ensku) og (hér á sænsku) og viðtal sem hann tók við dr. Mary Vernon sem útskýrir low carb á nokkuð einfaldan hátt. Fyrir þá sem langar að prufa LCHF fæði, er ágætis leiðbeiningar hér fyrir byrjendur.

Það er  misjafnt hve næmir menn eru fyrir insúlíni. Þeir sem hafa mikið insúlín næmi, geta borðað nánast hvað sem er án þess að fitna, en langvarandi neysla á einföldum kolvetnum getur minnkað þessa næmi og smátt og smátt þarf meira og meira af insúlíni til að vinna sama verkið og veldur því að menn byrja að fitna. Þetta getur endað með því að insúlín ónæmi er orðið það mikið að viðkomandi er kominn með sykursýki 2 og þarf að taka lyf til að halda blóðsykri í skefjum.
Vegna þessa einstaklingsbundna insúlínnæmis, er það mismunandi hverju menn þurfa að sleppa úr mataræðinu til að grennast aftur.

Fyrir einhverja er nóg að hætta að drekka gosdrykki og mikið sykraðar vörur. Prófessor Róbert H. Lustig er hér með góðan fyrirlestur um sykur og vill halda því fram að sykurneysla sé orsakavaldur offitufaraldursins. Aðrir þurfa að skera meira niður og gott er að menn prufi sig áfram og týni út smátt og smátt það sem er með hæstan sykurstuðul (GI eða Glycemic Index tafla hér). Fyrir þá sem eru komnir með sykursýki, mæli ég með að fara alla leið og breyti alveg um eldsneyti. Þ.e. hætti að brenna kolvetnum og borði mikla fitu í staðinn, því fita hækkar ekki blóðsykur. Margir halda því fram að kolvetni séu nauðsynlegur orkugjafi og t.d. þolíþróttafólk verði að hlaða sig upp með kolvetnum til að ná árangri. Annað kom í ljós hjá Tim Olson, sem vann Western States 100 mílna hlaupið í ár (2012) á lágkolvetnafæði. Og hinn 59 ára gamli Willian Sichel, sem hljóp yfir 1000 km. á undir 8 dögum. Hann er á ströngu LCHF fæði. Einnig hafa komið upp efasemdir um að heilinn geti starfað eðlilega án kolvetna. Það reynist líka bull.

Eitthvað er til um LCHF á íslensku, svo sem grein á Heilsusíðunni og ágætis grein í DV sem tengist þessu, ásamt einni góðri á pressunni um kólesteról.
Af augljósum ástæðum hef ég kynnt mé þetta mjög ýtarlega, þannig að ef þessi grein mín hefur vakið áhuga ykkar og þið viljið spjalla um LCHF, hafið þá bara samband við mig í síma: 893-1736, eða tölvupósti: gaui@gauiella.is“>gaui@gauiella.is . Íslendingur að nafni Kristján Már Gunnarsson heldur úti heimasíðunumhttp://www.kriskris.com/ og http://authoritynutrition.com/ sem eru að vísu á ensku, til þess að ná til fleira fólks, en hann styður LCHF með sterkum rökum og tilvitnunum í fjölda ransókna til sönnunar. Hann er með póstfangið kristjan@kriskris.com“>kristjan@kriskris.com.

Nú er komin út bókin “Lágkolvetna lífsstíllinn” Eftir Gunnar Má Sigfússon sem er 128 blaðsíður af fróðleik og uppskriftum. (Grundfirðingar athugið! Hún fæst í Hrannarbúðinni.) María Krista Hreiðarsdóttir er líka með blogspot síðu, sem á er að finna margar girnilegar uppskriftir.

Ef þið eruð í vafa um þetta, eins og ég var í fyrstu, ætti ekki að saka að prufa í ca. þrjár vikur. Þá ætti að vera komið í ljós hvernig ykkur líkar það. En munið það, að það gengur ekki að taka öll þessi kolvetni út úr fæðunni án þess að fá eitthvað eldsneyti í staðinn. Verið óhrædd við að borða alla náttúrulega fitu. Forðist transfiturnar. Ef þetta gengur vel og skilar ykkur árangri, betri heilsu og líðan, þá vona ég að þið sendið tengilinn á þessa grein áfram, og breiðið þar með út boðskapinn. Mín von er sú, að LCHF verði álíka mikil bylting hér eins og í Svíþjóð.

- Auglýsing -

Með von um að þetta hjálpi einhverjum.

Gangi ykkur vel! Gaui.

Svo koma nokkrir tenglar á fræðilegt efni. Því miður eru þeir flestir á ensku, því við erum svo skammt á veg komin í þessu hér á Íslandi.

Ron Rosedale, M.D.—The Deeper Roots of Health and Diet as Told by Our Ancestor’s Ancestors
Nora Gedgaudas — The ‘Holy Grail’ of Primal Health: Benefits of a Fat-Based Caloric Intake for Body and Brain
James O’Keefe, M.D.—Cardiovascular Damage From Extreme Endurance Exercise (Hæfileg hreyfing er best)
How do low-carb diets affect cholesterol and triglycerides?
Top Ten Low-Carb Diet Mistakes
Salt and High Blood Pressure gone over by Dr. Greg Ellis
How to Beat Diabetes Naturally
The Healing Miracles Coconut Oil by Dr.Bruce Fife
Super Foods – The Truth about Coconut – Nutrition by Natalie
Sautján læknar sem mæla með Lágkolvetna og Paleo fæði.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-