-Auglýsing-

Allt lítur vel út með líffæri hennar

„Hún er ennþá fjarræn eftir svæfinguna og ekki alveg komin til baka en mér skilst af læknum að það sé eðlilegt fyrir þá sem hafa fengið svo mikið af lyfjum,“ segir María Egilsdóttir, móðir Helgu Sigríðar Sigurðardóttur sem var flutt heim með sjúkraflugvél frá Gautaborg í gær og dvelur nú á Landspítalanum.

Helga Sigríður, sem er tólf ára, hneig niður í búningsklefa í skólasundi á Akureyri 24. nóvember síðastliðinn vegna hjartaáfalls. Við rannsóknir kom í ljós að um alvarlega kransæðastíflu var að ræða. Haft var eftir Hróðmari Helgasyni hjartalækni í sjónvarpsfréttum að slíkt væri afar fátítt hjá svo ungum einstaklingi. Helga Sigríður var flutt með hraði á Landspítalann og þaðan til Gautaborgar í mikilli lífshættu því talið var að hún þyrfti nýtt hjarta.

-Auglýsing-

Eftir mikið óvissuástand breyttist líðan hennar til batnaðar, hjarta og lungu komu til svo ekki kom til líffæraskipta. Foreldrar stúlkunnar hafa dvalið hjá henni ytra. María segir að Helga Sigríður sé ósköp lúin og orkulaus og þurfi því að styrkja sig en allt  íti vel út með líffæri hennar. Það geti hins vegar tekið marga daga að ná lyfjunum úr líkama hennar.

Eins og Fréttatíminn greindi frá á föstudaginn var hefur verið stofnaður söfnunarreikningur fyrir Helgu Sigríði og fjölskyldu hennar. Hægt er að leggja inn á reikning Maríu Egilsdóttur 0565–26–110378, kennitala 180470–3449.

- Auglýsing-

www.frettatiminn.is 10.12.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-