Sjúklingurinn Hermann hefur gengið til liðs við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hermanni var gefið nafn sitt við athöfn í gær og hann kynntur fyrir samstarfsfólki. Nafnið fékk hann vegna eiginleikanna, hann er hermir.
„Þetta er bylting í kennslu hjúkrunarfræðinema. Fólk fær tækifæri til að æfa sig á sýndarsjúklingi og læra af mistökum sínum áður en það fer út á stofnanir,“ segir Þóranna Elín Dietz, skrifstofustjóri. Hægt er að gera Hermanni upp hvaða veikindi sem er. Í tilefni dagsins fór hann í hjartastopp og kvartaði sáran undan verkjum.
-Auglýsing-
www.mbl.is 03.12.2008
-Auglýsing-