„Ég geri ekki ráð fyrir því,” segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir þegar Vísir spyr hann hvort hann hyggist sækja um stöðu landlæknis.
Eins og greint var frá í dag mun Sigurður Guðmundsson landlæknir taka við nýrri stöðu forseta heilbrigðisvísindasviðs. Hann hyggst því láta af starfi landlæknis fyrir 1. nóvember.
-Auglýsing-
Matthías segir það alveg óljóst hvort hann starfi áfram sem aðstoðarlandlæknir. „Það getur allt gerst,” segir hann. Matthías vill þó ekki segja til um hvort eitthvað sé á prjónunum hjá honum.
www.visir.is 09.09.2008
-Auglýsing-