Á morgun fer fram Stjörnugólfmót á Urriðavelli í Garðabæ en fjöldi þjóðþekktra einstaklinga ætlar að taka þátt í mótinu. Mótið er haldið til styrktar börnum með hjartagalla. Á meðal keppenda verða: Eiður Smári Guðjónssen, Sverrir Þór Sverrirson sem er betur þekktur sem Sveppi, Þórhallur Sigurðsson sem er betur þekktur sem Laddi og Helga Möller.
Öllum kylfingum gefst kostur á því að láta gott af sér leiða á fimm golfvöllum á Reykjavíkursvæðinu sama dag, auk þess sem landsmenn eru hvattir til að styrkja málefnið í síma 908-1000.
-Auglýsing-
www.ruv.is 24.06.2008
-Auglýsing-