-Auglýsing-

LSH takmarki aðgang að sjúkraskrám

Hömlur eru settar á aðgang starfsfólks Landspítala að rafrænum sjúkraskrám með nýlegri ákvörðun Persónuverndar. Helstu nýmælin eru þau að komið verður á fót innra eftirliti.

Sjúkrahúsið fær frest til 1. maí til að grípa til þeirra öryggisráðstafana sem koma fram í nýlegri ákvörðun Persónuverndar. Þar kemur fram að aðgangur að skránum sé háður því að starfsmaður þurfi nauðsynlega á upplýsingunum að halda vegna starfs síns. Þá skal hann fá sérstakt aðgangsorð sem endist í 4 mánuði. Einnig segir að sérstök eftirlitsnefnd eigi að hafa virkt eftirlit með öllum sem noti skrárnar. Nefndina skipa tveir læknar og hjúkrunarfræðingur. Nefndin á að skila skýrslu á hálfs árs fresti til stjórnar Landspítalans.

-Auglýsing-

Þetta innra eftirlit eru helsta nýmælið í ákvörðun Persónuverndar, segir Stefán Yngvason, læknir og formaður eftirlitsnefndarinnar. Hann segir ekkert athugavert við það að læknar hafi eftirlit með starfsbræðrum sínum.

Í ákvörðun Persónuverndar segir að upplýsingar úr rafrænum sjúkraskrám eigi aðeins að vera aðgengilegar starfsfólki á deildinni þar sem upplýsingarnar voru skráðar.

- Auglýsing-

Frétt af ruv.is 27 febrúar 2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-