Hér áður fyrr var gjarnan varað við því að borða egg þegar hjarta og æðasjúklingar áttu í hlut. En það er mýta sem löngu er búið að kveða í kútinn og engin efast lengur um hollustu eggja, fyrir alla.
Egg eru oft kölluð „fjölvítamín náttúrunnar“ enda innihalda þau fjölbreytt næringarefni sem eru mikilvæg fyrir heilsuna. Fjölmargar rannsóknir styðja við það að egg séu ein næringarríkasta fæðan sem völ er á og geta þau haft verulega jákvæð áhrif á bæði hjartaheilsu og almenna líðan.
Egg eru ótrúlega næringarrík
Rannsóknir hafa sýnt að næringarsamsetning eggja er einstök. Í einu stórri eggi er að finna fjölbreytt safn vítamína og steinefna, meðal annars:
- Vítamín B12 (Cobalamín): 9% af RDS (ráðlögðum dagskammti)
- Vítamín B2 (Ríbóflavín): 15% af RDS
- Vítamín A: 6% af RDS
- Vítamín B5 (Pantóþensýra): 7% af RDS
- Seleníum: 22% af RDS
Að auki innihalda egg nánast öll vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast, þar á meðal kalsíum, járn, kalíum, sink, magnesíum og fólinsýru.
Aðalnæringarefnin eru í eggjarauðunni, sem inniheldur einnig andoxunarefni sem styðja við frumuheilbrigði. Eggjahvítan er aðallega prótein sem gerir eggin bæði næringarrík og fjölbreyttari.
Niðurstaða: Egg innihalda mikið magn næringarefna miðað við hitaeiningafjölda og eru því góður kostur fyrir heilsusamlegt mataræði.
Egg geta bætt kólesterólbúskap líkamans
Egg voru lengi umdeild vegna kólesterólsins en rannsóknir hafa sýnt að ekki er ástæða til að hafa áhyggjur. Lifrin stillir framleiðslu á kólesteróli eftir þörfum líkamans og þegar við borðum egg og önnur kólesterólrík matvæli minnkar lifrin eigin framleiðslu.
Margar rannsóknir sýna einnig að egg geta hækkað HDL-kólesteról, sem er „góða kólesterólið“ í blóðinu, og breytt LDL-kólesteróli í stærri og skaðlausari gerðir sem geta dregið úr hættu á hjartasjúkdómum.
Niðurstaða: Rannsóknir benda til að egg geti haft jákvæð áhrif á kólesterólstjórnun líkamans án þess að auka hættuna á hjartasjúkdómum.
Kólín úr eggjum styður við heila- og taugastarfsemi
Kólín er mikilvægt næringarefni fyrir heilann og taugakerfið en margir neyta þess í litlu magni. Samkvæmt bandarískri rannsókn borða yfir 90% þátttakenda minna en ráðlagðan dagskammt af kólíni. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir barnshafandi konur, þar sem lág kólíninntaka hefur verið tengd við fósturgalla og jafnvel minni vitsmunaþroska barna.
Eggjarauðan er ein besta uppspretta kólíns og hefur víðtæk áhrif á heilsufar, ekki síst heilaheilsu.
Niðurstaða: Eggjarauðan inniheldur mikið magn kólíns sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigða taugastarfsemi og heilaþroska.
Prótín í eggjum styrkir líkamann
Prótín er lykilefni fyrir vöxt og viðhald vefja og egg eru einn besta próteingjafi sem völ er á. Líffræðilegt gildi eggja er 100, sem þýðir að þau innihalda allar nauðsynlegar amínósýrur í réttum hlutföllum fyrir mannslíkamann.
Niðurstaða: Egg eru frábær uppspretta próteins með öllum nauðsynlegum amínósýrum sem líkaminn þarf.
Andoxunarefnin lútein og zeaxanthin vernda augun
Lútein og zeaxanthin eru andoxunarefni sem safnast upp í sjónhimnunni og vernda hana gegn hrörnun og skýi á auga.
Niðurstaða: Lútein og zeaxanthin í eggjum geta hjálpað til við að vernda augnheilsu, sérstaklega gegn hrörnun augnbotna og skýi á auga.
Egg í morgunmat stuðla að þyngdarstjórnun
Egg eru mettandi og orkuríkt val í morgunmat en þau innihalda mikið af próteini og fitu en lítið af kolvetnum. Rannsóknir sýna að egg geta aukið seddutilfinningu og minnkað löngun í aðra fæðu yfir daginn.
Í einni rannsókn voru þátttakendur sem borðuðu egg í morgunmat mettir lengur og borðuðu minna það sem eftir lifði dagsins en þeir sem borðuðu kolvetnaríkan morgunmat.
Niðurstaða: Egg í morgunmat geta aukið seddutilfinningu og hjálpað til við þyngdarstjórnun.
Ekki eru öll egg eins
Egg frá hænum sem ganga frjálsar eða sem eru bætt með Omega-3 fitusýrum eru ríkari af næringarefnum en egg úr verksmiðjuræktun. Það er alltaf best að velja egg úr heilnæmari ræktun en ef það er ekki hægt, eru „venjuleg“ egg samt góð uppspretta næringar.
Að lokum
Egg eru næringarrík, bragðgóð og fjölhæf fæðutegund sem hentar vel ein og sér, soðin, steikt, hrærð, í bland með öðrum mat bæði sem undirstaða og viðbót. Að bæta þeim í mataræðið er einföld og áhrifarík leið til að auka inntöku góðrar næringar á auðveldan hátt.
Björn Ófeigs.