-Auglýsing-

94,6% vilja yfirvinnubann

Á fundi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í dag kom fram að mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga styður áætlun um að boða til og fara í yfirvinnubann ef ekki komi betra tilboð um kaup og kjör frá samninganefnd Ríkisins.

Þátttaka í kosningu félagsmanna FÍH var mjög góð, 63,64% tóku þátt og af þeim sögðu 94,6% já við yfirvinnubanni frá og með 10. júlí næstkomandi en einungis 5,4% voru mótfallnir.

-Auglýsing-

Skýr skilaboð
„Þetta eru mjög skýr skilaboð til bæði til stjórnar og samninganefndar og til stjórnvalda um að hjúkrunarfræðingum er full alvara og samstaða í hópnum um að nú viljum við sjá betri samninga en boðið hefur verið upp á til þessa,” sagði Elsa Friðfinnsdóttir formaður FÍH.

Ef til yfirvinnubanns kæmi þarf að boða til þess eigi síðar en 25. júní sem er nú á miðvikudaginn en þann dag er boðaður fundur fulltrúa FÍH með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara.

- Auglýsing-

„Við munum mæta til þessa fundar með þessi skýru skilaboð frá hjúkrunarfræðingum og kröfu um betra tilboð heldur en lagt hefur verið fram,” sagði Elsa í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins fyrir skömmu.

www.mbl.is 23.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-