-Auglýsing-

7 einkenni sem ekki ætti að hunsa

Það er mikilvægt að leita læknis ef einkenna verður vart sem eru skyndileg og ókunn.

Stundum heyrum við frásagnir af fólki sem hefur fundið fyrir ýmsum einkennum en talið þau litlu máli skipta og látið hjá líða að láta ahuga málið fyrr en í óefni er komið. 

Þetta gerist þrátt fyrir að við vitum að verkur fyrir brjósti eða mikill magaverkur þarfnist bráðrar athygli læknis. Það getur því stundum vafist fyrir fólki hvaða einkenni borgar sig að láta athuga hjá lækni.

-Auglýsing-

Hér eru 7 einkenni sem betra er að láta athuga. Þetta er þó ekki tæmandi listi.

1. Óútskýrt þyngdartap

Það hljómar kannski eins og draumur að missa þyngd án þess að reyna, en í raunveruleikanum þá getur verið um alvarlegt sjúkdómseinkenni að ræða. Ef þú hefur misst meira en 10% af þyngd seinustu 6 mánuði án þess hafa breytt lífsstíl á nokkurn hátt (auka hreyfingu eða breyta mataræði) þá er betra að láta læknir athuga þig.

- Auglýsing-

Óúskýrt þyngdartap gæti orsakast af ýmsum ástæðum, eins og ofvirkum skjaldkirtli, sykursýki, þunglyndi, lifrarsjúkdóm, krabbamein eða meltingarsjúkdóm þar sem líkaminn nær ekki að taka upp næringu.

2. Þrálátur hiti eða mjög hár hiti

Það er óþarfi að hafa áhyggjur af öllum sótthita. Hiti spilar lykilhlutverk í að berjast á móti sýkingum. En ef þú hefur verið með hita í meira en 3 daga þá er betra að tala við lækni. Þrálátur hiti getur verið einkenni leyndrar sýkingar, sem gæti verið allt frá þvagfærasýkingu til berkla. Sum krabbameinstilfelli, eins og eitlakrabbamein, valda þrálátum hita. Einnig geta sum lyf valdið þessu vandamáli.

Ef þú hefur háan hita, 39,4°C eða hærri, þá ættir þú að tala við læknirinn þinn.

3. Stuttur andadráttur (mæði)

Stuttur andadráttur sem virkar alvarlegri en það sem stíflað nef eða æfing myndi valda getur verið vísir að vandamáli. Ef þú átt erfitt með að ná andardrættinum þá ættir þú falast samstundis eftir hjálp. Einnig ættir þú að sækjast eftir hjálp ef andardráttur er erfiður þegar þú liggur útaf.

Ástæður fyrir mæði geta verið meðal annars langvinn lungnateppa, þrálátt bronkítis, astmi, lungnabólga, blóðtappi í lungum, sem og önnur hjarta- eða lungnavandamál. Stuttur andardráttur getur einnig verið einkenni kvíðakasts sem getur valdið hröðum hjartslætti, svitakófi, stuttum andardrætti og öðrum líkamlegum einkennum.

4. Óúskýrðar breytingar á hægðum

Hvað telst til eðlilegra hægða er misjafnt á milli manna. Hafðu samband við læknir þinn ef hægðir þínar breytast frá það sem telst eðlilegt fyrir þig, eins og:

  • Blóð- eða svartlitaðar hægðir
  • Þrálátur niðurgangur eða hægðartregða
  • Óúskýrðar þarfir að hafa hægðir

Breytingar á hægðum geta orsakast af bakteríusýkingu, eins og campylobacter eða salmónellu, vírus eða snýkjudýri. Aðrar ástæður geta verið iðrabólga (IBS) eða ristilkrabbamein.

5. Ráðvilla eða persónuleikabreytingar

Hafðu samband við lækni ef þú verður fyrir:

  • Skyndilegri ráðvilltri hugsun
  • Ráðvillu varðandi tíma og staðsetningu
  • Skyndilegu vandamáli með einbeitingu eða minni
  • Skyndilegri breytingu á persónuleika eða hegðun, t.d. að verða árásagjarn

Breytingar á hegðun eða hugsun getur verið vísir að mörgum vandamálum, meðal annars sýkingu, blóðleysi, blóðsykurskorti, vatnsskorti eða andlegum vandamálum. Einnig geta lyf stundum valdið ráðvillu eða persónuleikabreytingum.

6. Að verða óeðlilega saddur eftir að borða lítið

Ef þú ert saddur fljótar en vant er, eða eftir minna magn af mati en vanalega þá er viðeigandi að ræða það við læknir þinn. Þetta ástand getur einnig fylgt með ógleði, uppköstum, þrota, hita og þyngdaraukningu eða þyngdartapi. Ef svo er vertu þá viss að segja lækni þínum einnig frá þessum einkennum.

- Auglýsing -

Mögulegar ástæður fyrir snemmbúinni ofmettun gæti t.d. verið bakflæði og iðrabólga. Í sumum tilfella getur þessi einkenni verið vísir að alvarlegri vandamálum, eins og krabbameini í brisi.

7. Ljósblossar

Bjartir punktar eða ljósblossar og aðrar sjónrænar truflanir geta verið undanfari mígrenis. Í öðrum tilfellum geta skyndilegar ljósblossar þýtt sjónhimnulos og hægt er mögulega að bjarga sjón ef hjálp er samstundis leitað.

Heimild:
7 signs and symptoms not to ignore

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-