-Auglýsing-

5 breytingar á mataræði sem geta bætt hjartaheilsu

Það eru nokkur atriði sem hægt er að huga að í daglegu mataræði sem geta haft góð áhrif á hjartaheilsuna og jafnvel minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum. Hér er dæmi um 5 atriði sem gott er að hafa í huga. Ef þú ert nú þegar að gera eitthvað af þessu þá ertu komin(n) af stað.

Forðast transfitu

Transfita er einn megin sökudólgur hjartasjúkdóma og getur haft teljandi áhrif á heilsuna. Því ber að forðast jurtaolíur sem eru vetnisbundnar að fullu eða að hluta og nota frekar olíur eins og ólífuolíu og kókosolíu sem breytast ekki í transfitu við hita.

-Auglýsing-

Minnka saltnotkun

Mataræði hjá flestum inniheldur alltof mikið af salti. Eins og annað þá er salt best í hófi, og þar sem salt leynist í ýmsum krókum og kimum mataræðis okkar er best að sleppa því að bæta meira út á mat sjálfur. Salt getur meðal annars leynst í kexi, kökum, unnum mat og fleiru. Best er að velja mat sem er ferskur og náttúrulegur, það er sem minnst unninn, og mat sem inniheldur minna en 120 mg af natrín (sodium) á hver 100 gr.

Borða engifer

Engifer hefur eiginleika sem geta hjálpað til við að minnka hættuna á hjartasjúkdómum. Engifer virðist minnka „slæma“ LDL kólestrólið sem og magn þríglýseríðs, og hækka á sama tíma „góða“ HDL kólestrólið. Til að bæta engifer í mataræðið er sniðugt að setja það í djúsa ef þú blandar þá sjálf/ur, bæta því í salatið, með steikta grænmetinu, eða fá sér engiferte.

- Auglýsing-

Borða hörfræ

Gott er að fá sér um eina til tvær teskeiðar af hörfræjum á dag. Þau innihalda mikið af alpha-linolenic acid (ALA), sem er tegund omega-3 fitusýra sem fást úr plöntum, sem er gott fyrir hjartaheilsuna. Það er ráðlagt að borða afhýðuð hörfræ þar sem þau eru auðmeltanlegri þannig. Hægt er að bæta hörfræjum við mataræði sitt með því að setja til dæmis eina skeið yfir morgunkornið eða út í boost-ið.

Borða grænt grænmeti

Grænt grænmeti með „laufum“ eða „lauflaga“ grænmeti inniheldur B vítamín, sem hjálpa til við að lækka magn svokallaðs „amino acid homocysteine“ en hækkað magn þess í líkamanum má tengja við hjartasjúkdóma. Grænt grænmeti er líka góð uppspretta járns og K vítamíns, sem getur hjálpað til við að hafa stjórn á blóðsega.

Svo er auðvitað lykilatriði að hreyfa sig. Gott er að fara í góðann göngutúr í að minnsta kosti 30 mínútur svo eru hjólreiðar dásamlega góð hreyfing og góð útivera.

Þýtt og endursagt úr ýmsum áttum.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-