Blóðþrýstingur er einn af lykilþáttunum sem við þurfum að fylgjast með þegar kemur að hjartaheilsu.
Þegar hann er of hár til lengri tíma getur það haft alvarleg áhrif á hjarta og æðakerfið. Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem allir ættu að vita um blóðþrýsting:
-Auglýsing-
- Hvað er blóðþrýstingur?
Blóðþrýstingur mælir hversu mikinn þrýsting blóðið setur á æðarnar þegar hjartað slær. - Hvernig er mælt:
Mæld eru hærri mörk blóðþrýstings og svo aftur lægri mörk yfirleitt er mælt um upphandlegg en sumir mælar geta mælt um úlnlið. - Hvað er of hár blóðþrýstingur?
Ef blóðþrýstingurinn fer yfir 140/90 mmHg þá telst hann hár og ætti að fylgjast með honum. - Áhættuþættir:
Fjölskyldusaga, aldur, kyn, reykingar, mikill saltneysla og of mikil áfengisneysla auka hættuna á háum blóðþrýstingi. - Engin einkenni:
Háþrýstingur er oft kallaður “hinn þögli morðingi” því hann getur verið til staðar án þess að við finnum fyrir því. - Áhrif á hjartaheilsu:
Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur aukið áhættu á hjartaáföllum, heilablóðföllum, og nýrnasjúkdómum. - Hvernig má lækka blóðþrýsting?
Að auka hreyfingu, borða mat sem stuðlar að lækkun á bólguþáttum í líkamanum, minnka salt, hætta að reykja og halda áfengisneyslu í skefjum getur haft veruleg áhrif. - Blóðþrýstingslyf:
Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að taka lyf til að halda blóðþrýstingi í skefjum. Þar ætti að fara eftir ráðum læknis. - Mælingar:
Reglulegar mælingar á blóðþrýstingi eru mikilvægar til að fylgjast með árangri og greina mögulegar breytingar. - Mikilvægi lífsstíls:
Að bæta lífsstílinn, svo sem að auka hreyfingu og bæta mataræði, getur verið gagnlegt fyrir alla – ekki bara þá sem eru með háan blóðþrýsting.
Að fylgjast með blóðþrýstingi er mikilvægur þáttur í að viðhalda heilbrigðu hjarta og æðakerfi. Með réttu aðgerðum getum við haft stjórn á honum og bætt lífsgæði okkar.
Björn Ófeigs.
-Auglýsing-