-Auglýsing-

Yfirlæknar í neyðarbíl vegna manneklu

Yfirlæknar á slysa- og bráðasviði Landspítalans taka sjálfir vaktir deildarlækna vegna manneklu í kjölfar uppsagna. Dæmi eru um að yfirlæknar hafi farið í útköll með neyðarbíl. Ólíklegt að nýir læknar fáist í stöðurnar fyrr en í haust.
“Við erum eina slysadeildin á Reykjavíkursvæðinu þannig að við þurfum bara að fylla í skörðin, við getum ekki minnkað við okkur,” segir Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði Landspítalans.

Yfirlæknar á slysadeild hafa undanfarið þurft að taka vaktir deildarlækna vegna manneklu. Dæmi eru einnig um að yfirlæknar hafi farið í útköll með neyðarbíl, sem aðrir læknar sinntu áður.

-Auglýsing-

Landspítalinn lagði niður fasta læknavakt á neyðarbíl spítalans í upphafi árs og fara læknar nú eingöngu með bílnum þegar það er talið nauðsynlegt. Nokkrir unglæknar á slysadeild sögðu upp störfum vegna óánægju með ákvörðunina.

Ófeigur segir að lækna vanti nú í þrjú stöðugildi á slysadeild. Ólíklegt sé að hægt verði að ráða í störfin fyrr en í haust. Þangað til þurfi aðrir læknar að bæta á sig vöktum, umfram fulla vinnu.

- Auglýsing-

“Læknar liggja vanalega ekki á lausu með litlum fyrirvara, menn eru oftast búnir að skipuleggja sig fram í tímann,” segir Bjarni Þór Eyvindsson, læknir á slysadeild. “Það er ljóst að það verður mönnunarvandamál þarna fram á haust, nema eitthvað nýtt komi til.”

Bjarni segir að suma daga hafi ekki fengist neinn tiltækur læknir í neyðarbílinn. “Þegar vantar svona marga lækna á slysadeildina verður álagið meira á þá sem eftir sitja. Síðan um áramótin hefur verið skortur á deildarlæknum og það hefur orðið til þess að læknar þurfa að taka fleiri vaktir og færri eru til að sinna þeim verkefnum sem þarf að sinna,” segir Bjarni.

steindor@frettabladid.is

Fréttablaðið 10.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-