Mikill hiti kominn í hjúkrunarfræðinga sem þrýsta á um að ná samningum og íhuga að hætta að taka aukavaktir en það mundi hafa alvarlegar afleiðingar.
Að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns FÍH vilja félagsmenn fara að sjá árangur af samningaviðræðum.
Ákveði hjúkrunarfræðingar að hætta að taka aukavaktir munu aðgerðirnar bitna mest á starfsemi Landspítalans en á sumum deildum spítalans eru aukavaktir töluvert hátt hlutfall af vinnu hjúkrunarfræðinga. Elsa bendir á að á hverjum sólarhring þurfi að manna 100 aukavaktir á Landspítalanum. Segir Elsa að áhrifin af mögulegum aðgerðum hjúkrunarfræðinga yrðu mjög alvarleg. „Ég reikna með að það þyrfti að fresta þeim aðgerðum sem mögulega er hægt að fresta og miða eingöngu við að sinna bráðaaðgerðum.“
Í hnotskurn
» Niðurstaða af fundi hjúkrunarfræðinga hjá ríkissáttasemjara í dag mun að einhverju leyti ráða næstu skrefum þeirra og hvort þeir hætti að taka aukavaktir.
Morgunblaðið 04.06.2008