Ný rannsókn leiðir í ljós að það virkar álíka vel fyrir ástarlífið að borða vatnsmelónur eins og að taka inn Viagra.
Efnasamband sem kallast citrulline finnst í vatnsmelónum og það hefur svipuð áhrif á blóðstreymi líkamans og Viagra.
-Auglýsing-
Það voru vísindamenn í Texas sem unnu að rannsókninni. Sá sem stjórnaði henni segir að vatnsmelónur séu frábær leið til að slaka á æðakerfi líkamans án þess að eiga á hættu hliðaráhrif af lyfjaneyslu.
Hann segir einnig að vatnsmelónuát sé gott fyrir hjartað og ónæmiskerfið.
- Auglýsing-
www.visir.is 24.07.2008
-Auglýsing-