-Auglýsing-

Varað við of mikilli aspirin-notkun

Ekki er rétt að fólk með sykursýki taki aspirin reglulega til að draga úr hættunni á hjartaáfalli, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoskrar rannsóknar. Algengt er að læknar ráðleggi sjúklingum sínum að taka aspirin reglulega en það getur valdið truflunum á sýrustigi maga og leitt til blæðinga. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Greint er frá rannsókninni í The British Medical Journal en hún stóð yfir í sjö ár og náði til 1.300 fullorðinna einstaklinga. Niðurstaða hennar er sú að einstaklingar, sem ekki hafa sýnt nein merki um hjartveiki, hafi ekkert gagn af lyfinu. Sérfræðingarnir sem unnu að rannsókninni, ráðleggja hins vegar þeim sem hafi sýnt einkenni hjartveiki að taka lyfið áfram að staðaldri. 

-Auglýsing-

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar er engin munur á tíðni hjartaáfalla á meðal fólks, yfir fertugu sem greint hafði verið með sykursýki  1 og 2 en ekki sýnt merki um hjartveiki, eftir því hvort það tekur aspirin að staðaldri eða ekki. Jill Belch, sem stjórnaði rannsókninni sem unnin var við háskólann í Dundee, bendir á að notkun aspirins sé ein aðalorsök flestra innlagna á sjúkrahús vegna magablæðinga. „Við höfum farið aðeins frammúr okkur hvað aspirin varðar,” segir hún. „Við þurfum að endurmeta sem fyrirbyggjandi notkun okkar á lyfinu. “ Hún áréttar þó að þeir sem hafi greinst hjartveikir eða fengið hjartaáfall áður hafi óumdeilanlega gagn af lyfinu. 

Rannsóknir á áhrifum aspirins á hjartveika hafa sýnt fram á að  regluleg notkun lyfsins dregur út líkunum á áföllum um allt að 25%. Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að læknar hafi ráðlagt sykursjúklingum, sem ekki hafi sýnt merki hjartveiki, að taka lyfið. 

- Auglýsing-

Tíðni hjartaáfalla er töluvert hæri meðal sykursýkissjúklinga en þeir sem ekki þjást af sjúkdómnum.

www.mbl.is 17.10.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-