-Auglýsing-

Tvöfalt fleiri hættulega feitir

Tvöfalt fleiri eru hættulega feitir í dag en fyrir þrjátíu árum. Meira en hálfur milljarður karla og kvenna – nærri einn af hverjum níu fullorðnum í öllum heiminum telst vera of feitur.

Þetta kemur fram í rannsókn sem Imperial College í London, Harvard háskóla og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin unnu saman. Offita var síðast könnuð árið 2008 en þá kom í ljós að nærri ein af hverjum sjö konum og einn af hverjum tíu körlum væri of feitur. Hjartasjúkdómar, sykursýki og krabbamein eru á meðal þeirra sjúkdóma sem helst leggja of feitt fólk að velli fyrir aldur fram. Offituvandamálið er útbreiddast í Bandaríkjunum. Nýja Sjáland og Ástralía fylgja fast á eftir hjá konum en Bretland og Ástralía hjá körlum. Þá virðist offita vera að aukast í Miðausturlöndum.

-Auglýsing-

Ísland er í hópi þeirra vestur-Evrópu ríkja sem hefur hæsta hlutfall kólesteróls í heiminum.

www.ruv.is 07.02.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-