-Auglýsing-

Því lengur sem þú starfar fyrir lélegan yfirmann því meiri líkur á kransæðastíflu

Því lengur sem þú starfar fyrir lélegan yfirmann, því meiri líkur eru á að þú fáir kransæðastíflu. Þetta er niðurstaða nýrrar doktorsrannsóknar sem gerð var í Svíþjóð. 

Anna Nyberg varði ritgerð sína við Karólínsku stofnunina og kannaði þar sérstaklega áhrif lélegra yfirmenn á undirmenn sína í tengslum við veikindaforföll í vinnu og veikindi síðar á ævinni.  Og niðurstaðan var skýr; lélegir yfirmenn hafa ekki aðeins áhrif á tíðni forfalla í vinnu heldur eru langtímaáhrifin mikil.

-Auglýsing-

Kannaðir voru mismunandi leiðtogahæfileikar, eða skortur þar á, hjá yfirmönnum, og á sama tíma var fylgst með heilsu starfsmanna viðkomandi yfirmanns með tilliti til streitu, veikinda, sjúkdóma og andlegrar heilsu.

Í einum þætti rannsóknarinnar bar Nyberg saman upplifun starfsmanna og tengsl við kransæðastíflur og hjartasjúkdóma. Og það kom í ljós að því lengur sem starfsmaðurinn var óánægður með yfirmanninn því meir jukust líkurnar á kransæðastíflu.

- Auglýsing-

Á sama hátt kom í ljós að starfsmenn sem voru ánægðir með yfirmenn sína voru minna frá vegna veikinda og voru almennt heilsuhraustari.  Í báðum tilfellum var tekið tillit til þátta á borð við reykinga, hvatninga og streitu.

Rannsóknin byggir á gögnum frá nærri 20.000 starfsmönnum í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu.

www.pressan.is 03.11.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-