-Auglýsing-

Til allra heilla

Í haust verða Landsamtök hjartasjúklinga, sem nú heita Hjartaheill, 25 ára og standa fyrir söfnun til að kaupa nýtt hjartaþræðingartæki fyrir LSH. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Guðmund Bjarnason formann samtakanna, Guðmund Þorgeirsson hjartasérfræðing og Rúnar Guðbjartsson, sem fékk svæsið hjartaáfall fyrir mörgum árum, um söfnunina, starfsemi tækisins og þýðingu þess fyrir sjúklinga.

Hjartaheill, landssamband hjartasjúklinga, á 25 ára afmæli í október í haust. Af því tilefni meðal annars ætla samtökin að beita sér fyrir söfnun meðal almennings til þess að hægt verði að kaupa nýtt hjartaþræðingartæki á Landspítala, hjartadeild. Guðmundur Bjarnason er formaður stjórnar Hjartaheilla.

 „Okkar þátttaka verður fyrirsjáanlega ekki nema lítill hluti af heildarkostnaði við kaup á nýju hjartaþræðingartæki,“ segir Guðmundur.

-Auglýsing-

„Heildarkostnaður við verkefnið með húsnæði og öllum búnaði er um 200 milljónir króna. Þar af kostar tækið sjálft um helming fyrrgreindrar upphæðar. Hjartaheill stefna að því að safna um 50 milljónum króna af umræddri upphæð. Ljóst er að sjúklingasamtök sem Hjartaheill verða fyrst og fremst samnefnari fyrir söfnun sem þessa en hafa ekki eigið fé til að leggja út svo háa fjárupphæð. Þess vegna hafa samtökin leitað til ýmissa annarra samtaka, svo sem Lions-, Kiwanis- og Oddfellow-hreyfinganna um aðild að söfnunni. Auk þessa höfum við leitað til ýmissa stærri fyrirtækja og styrktarsjóða sem hafa sinnt verkefnum af þessu tagi og loks er ætlunin að leita til almennings.“

Hvernig er fyrirhugað að sú söfnun fari fram?

- Auglýsing-

„Það er meðal annars gert að tilhlutan félaga hjartasjúklinga víðs vegar um land. Endapunkturinn á þessari söfnun verður væntanlega svo í formi átaks sem fer þá fram með aðstoð fjölmiðla en ekkert er ennþá ákveðið endanlega um fyrirkomulag á þessu lokaátaki. Söfnunin er þegar hafin meðal félagasamtaka og fyrirtækja og við höfum fengið góð viðbrögð.

Þess má geta að Hjartaheill hafa skuldbundið sig til að safna ekki minna en 25 milljónum króna, eða einni milljón fyrir hvert afmælisár.“

Morgunblaðið 01.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-