-Auglýsing-

Tæpur sjö milljarða samdráttur fyrirhugaður í heilbrigðiskerfinu

Heilbrigðisráðherra bíður það verkefni að draga saman í heilbrigðismálum upp á 6,7 milljarða króna á þessu ári miðað við forsendur í upphaflegu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það sem nást á með skipulagsbreytingum, sem kynntar voru í gær, er því aðeins lítill hluti af samdrættinum í heilbrigðiskerfinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti viðamiklar aðgerðir stjórnvalda í heilbrigðismálum á fréttamannafundi í gær. Fjárlög þessa árs tóku miklum breytingum í meðförum Alþingis frá því það var lagt fram fyrir bankakreppuna og voru útgjöld skorin niður um 60 milljarða frá því sem upphaflega var áætlað. Þar af var heilbrigðisráðherra gert að skera útgjöld sín niður um 6,7 milljarða króna.

-Auglýsing-

Í gær greindi heilbrigðisráðherra frá skipulagsbreytingum sem ætlað er að ná fram 1,3 milljarða sparnaði. En þá á enn eftir að ná 5,4 milljörðum, sem áætlað er að ná fram með ýmsum hætti. Heilbrigðisráðherra sagði í gær að hægt væri að ná þessum markmiðum með ferns konar hætti, með skertri þjónustu, hækkun gjalda, skipulagsbreytingum og lækkun kostnaðar.

Í aðgerðum nú væri helst horft til þess að fara í skipulagsbreytingar og lækkun kostnaðar. En samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er heilbrigðiskerfinu ætlað að ná í tekjur með gjöldum upp á 360 milljónir króna. Í grunninn byggja þær skipulagsbreytingar sem ráðherra kynnti í gær á lögum sem Alþingi setti árið 2007 og ráðherra sagði að almenn sátt hefði verið um á þingi. En þá á hann við skiptingu landsins upp í sex heilbrigðissvæði. Stofnanir verða sameinaðar innan svæðanna og á landsbyggðasvæðunum mun stofnununum fækka úr tuttugu og tveimur í sex.

- Auglýsing-

www.visir.is 08.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-