-Auglýsing-

Sykraðir gosdrykkir hafa áhrif á blóðfituna

KóladrykkurÁ dögunum birtu dönsku hjartasamtökin niðurstöðu áhugaverðar rannsóknar sem að vísu fór fram fyrir nokkrum árum þar sem kom fram að sykraðir gosdrykkir hafi áhrif á blóðfituna.

Ef þú drekkur einn lítra af sykruðum gosdrykk á dag í hálft ár, ertu í aukinni hættu á að fá fitulifur, aukna iðrafitu (kviðfitu) og hækkað kólesteról sem eykur aftur líkurnar á blóðtappa í kjölfarið.

-Auglýsing-

Sykraðir gosdrykkir hafa lengi verið tengdir við offitu, hjarta- og æðasjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma og aukna iðrafitusöfnun. Til að skoða það betur var framkvæmd rannsókn í Danmörku á 60 heilbrigðum einstakllingum, þeim var skipt í fjóra hópa og átti hver hópur að drekka 1 lítra af ákveðnum vökva á hverju kvöldi í 6 mánuði.

Einn hópurinn átti að drekka vatn, annar hópurinn mjólk, þriðji hópurinn sykrað kók og fjórði hópurinn átti að drekka sykurlaust kók. Það sem kom á óvart eftir þessa sex mánuði, var að það voru engar marktækar breytingar á þyngd eða fitumassa á milli þessara hópa en þegar betur var að gáð þá var að finna falin mismun.

- Auglýsing-

Hjá þeim sem höfðu drukkið sykraða kókið hafði lifrarfitan og iðrafitan aukist og þar að auki hafði blóðfitan/ kólesterólið hækkað. Þeir voru komnir í áhættuhóp fyrir blóðtappa.

Skoðum af hverju sykraðir gosdrykkir eru svona slæmir.

það skiptir máli hvaðan hitaeinigarnar koma

Á bak við rannsóknina stendur Bjørn Richelsen prófessor og yfirlæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Árósum. Slík rannsókn hafði aldrei áður verið framkvæmd, þar sem einstaklingar eru látnir drekka sykraðan gosdrykk í heila sex mánuði og á sama tíma eru samanburðarhópar látnir drekka aðrar tegundir drykkja. Rannsóknin gefur þess vegna einstaka vitneskju um skaðsemi sykraðra gosdrykkja.

Við vissum vel að sykraðir gosdrykkir hafa verri áhrif á heilsuna en bæði vatn og mjólk. En að sykrað gos hefði svona slæm áhrif á líkamann miðað við mjólkina, þar sem mjólk inniheldur jafnmargar hitaeiningar en hefur ekki þessi neikvæðu áhrif á líkamann, vissum við ekki. Sú aukning fitusöfnunar sem varð í lifur þeirra sem drukku sykrað gos, gerir það að verkum að það losnar meiri fita út í blóðið frá lifrinni. Af þessu leiðir að hættan á æðakölkun og blóðtappa jókst hjá þessum hópi, segir Bjørn Richelsen.

Í hitaeiningum talið inniheldur einn lítri af kóki og einn lítri af mjólk sama fjölda hitaeininga eða um 442 kílókaloríur, þannig að þessir tveir hópar hafa innbyrt sama magn af hitaeiningum. Samt sem áður fóru hitaeiningarnar úr kókinu í lifrina en ekki hitaeiningarnar úr mjólkinni.

Sykur er nefnilega ekki bara sykur, segir Bjørn. Mjólk inniheldur mjólkursykur(laktósa) sem er samansettur úr glúkósa og galaktósa og sykraðir gosdrykkir eru sætaðir með súkrósa eða hvítum sykri, sem er samansettur úr glúkósa og frúktósa.

Líkaminn nýtir allar tegundir sykurs sem orku eða geymir sem orkuforða í lifrinni, vöðvunum eða fituvefnum. Líkaminn brýtur niður, umbreytir og geymir allan sykur á mismunandi hátt. Þegar líkaminn er vel nærður og hefur ekki þörf fyrir meiri sykur en við innbyrðum samt allan þennan sykur sem er í gosinu þá umbreytir lifrin öllum auka sykri sem nýtist ekki sem orkugjafi, í fitu, geymir hana í lifrinni og losar út í blóðið. Þannig verður sykurinn úr gosinu að fitu í lifrinni og veldur hækkun á kólesteróli. En mikilvægt í þessu sambandi er að þegar fólk hættir daglegri neyslu á sykruðu gosi þá gengur þessi fitusöfnun til baka og einstaklingurinn öðlast fyrra heilbrigði.

Hvað með ávexti ?

Ávaxtasykur(frúktósi) er það sem gerir ávexti sæta á bragðið. Hafa þá ávextir sömu slæmu afleiðingar og sykraðir gosdrykkir?

Nei, því ávextir innihalda náttúrlegan sykur og hafa ekki eins mikil áhrif á blóðsykurinn eins og unninn sykur/ hvíti sykurinn sem er í gosdrykkjum. En það er vitað mál að ef þú borðar ávexti í miklu magni og mjög mikið í einu þá getur blóðsykurinn hækkað og hlutfall fitu í líkamanum aukist vegna þess að þá ertu að borða fleiri hitaeiningar en þú þarft á að halda.

Næringafræðingar mæla með því að maður borði 2-3 ávexti á dag. Ávextir eru góður vítamín og steinefnagjafi einnig innihalda ávextir mikið af trefjum og vinna að einhverju leyti gegn hjartasjúkdómum. Borðaðu mismunandi tegundir af ávöxtum þá geturðu verið viss um að fá fullt af gagnlegum næringarefnum fyrir kroppinn….. en haltu þig frá gosdrykkjum!!

- Auglýsing -

Þessi rannsókn ýtir enn frekar undir þær skoðanir mínar að hvítur, unninn sykur sé einhver) versti ógnavaldur við heilsu okkar og að við ættum að reyna að takmarka hann eftir fremsta megni í fæðunni.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-