fbpx
-Auglýsing-

Svartur lakkrís getur valdið hjartsláttartruflunum

Svartur lakkrís
Svartur lakkrís

Athyglisvert viðtal við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni  á Rás 2 í morgunsárið þar sem hún varar við of mikilli neyslu á lakkrís. Við skoðuðum aðeins málið út frá forsendum hjartans og hversu mikið magn það er sem getur valdið hjartasláttartruflunum.  Það er ljóst að ef þú borðar of mikið af honum kemur hjarta þitt raunverulega til með að taka kipp, sleppa úr slagi eða tveim, já eða jafnvel mörgum.

Þó það gerist sjaldan getur svartur lakkrís valdið óreglulegum hjartslætti hjá sumum, segir matvæla-og lyfjaeftirlitið (FDA) í Bandaríkjunum. og umfram allt, þetta getur jafnvel valdið alvarlegum skaða.

Vandræðaefnið í svörtum lakkrís
„Svartur lakkrís inniheldur efnasamband sem kemur frá lakkrísrótinni og getur það valdið því að þéttni kalíums getur lækkað. Lægri kalíumgildi geta síðan valdið óeðlilegum hjartsláttartruflunum,“ segir næringarfræðingurinn Kate Patton frá forvarnarsviði hjarta og æðasjúkdóma hjá Cleveland Clinic í Ohio.

Sérfræðingarnir frá FDA segja að svartur lakkrís innihaldi samsett glycyrrhizin, sem er sætuefnasamband sem fengið er úr lakkrísrótinni. Efnasambandið getur valdið því að kalíum í líkamanum minnkar og Þegar þetta gerist upplifa sumir óeðlilegan hjartslátt.

Lækkun á kalíum getur verið hættuleg
Aðrir, einkum þeir sem eru yfir 40 og hafa sögu um hjartasjúkdóma og eða háan blóðþrýsting geta lent í því að upplifa önnur og hugsanlega alvarlegri vandamál meðal annars hækkun á blóðþrýstingi, svefnhöfgi og í verstu tilfellum jafnvel hjartabilun.

„Ef þú ert nú þegar með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting, þá er gott að vera meðvitaður um hvernig tilfinningin er ef þú borðar svartan lakkrís,“ segir Patton. „Hættu að borða hann ef þér finnst, eða tekur eftir að hjartslátturinn verði óreglulegur.“ Patton bætir hins vegar við að matvæli sem auglýsa sig sem „lakkrís“ eða með „lakkrís bragði“ og nota anís olíu en innihalda ekki svartan lakkrís, þau matvæli munu ekki auka líkur þínar á hjartsláttartruflunum.

- Advertisement -

Hversu mikið er of mikið ?
Svo hversu mikið er of mikið? FDA segir að þeir sem borða 56,7 grömm af svörtum lakkrís á dag í að minnsta kosti tvær vikur séu að borða of mikið.

Ritstjóri Hjartalif.is gerði óvísindalega könnun á því hvað þetta væri mikið magn til að setja þetta í íslenskt samhengi og þetta eru um 20 bitar af lakkrís á dag.

Ein lakkrísrúlla er um 29 grömm og lakkrísreimar fást í 110 og 200 gramma pakkningum.

Ég veit hinsvegar ekki hvort margir hefðu lyst á því að borða þetta mikið magn í tvær vikur samfleytt.

Patton segir fyrirbærið sjaldgæft, en ef þú færð hjartsláttarónot eftir að borða svartan lakkrís og ef þú ert með þekkt hjartavandamál í fortíðinni, ekki hika við að hringja í lækni.

„Ef þú hefur einhverjar áhyggjur væri rétt að leita ráða á læknavakt eða heilsugæslu. Ef þetta er virkilega alvarlegar truflanir á hjartslætti þá myndi ég mæla með því að leita á bráðamóttöku því það er betra að vera öruggur.“

Góðu fréttirnar eru þær að ef þú skyldir borða of mikið af lakkrís og byrja að verða veikur, segir Patton að kalíumgildi jafni sig yfirleitt aftur án varanlegra vandamála fyrir heilsuna.

Enn og aftur erum við minnt á að allt er best í hófi.

Þýtt og staðfært af ritstjóra.

Meginheimild: Af vef Cleveland Clinic

Munið eftir að læka við okkur á Facebook
 

Auglýsing
Avatar
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Í netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga...

6 einkenni hjartaáfalls hjá konum

Konur upplifa hjartaáfall ekki alltaf eins og karlar. Konur fá ekki alltaf þessi sömu klassísku einkenni eins og yfirgnæfandi brjóstverk sem leiðir einnig niður...

Hjartaþræðing eftir hjartaáfallið

Nóttin eftir hjartaáfallið var undarleg og svo rann upp nýr dagur þar sem ég átti að fara í hjartaþræðingu. Þá kæmi í ljós hvernig...

Hjartaáfallið

Í dag 9. febrúar voru 18 ár síðan ég fékk alvalegt hjartaáfall. Mistök voru gerð við greiningu mína og meðferð og í kjölfarið fylgdu...

Hjartagangráður

Sumir velta því fyrir sér í hverju gangráður er frábrugðin bjargráð. Meginmunurinn á þessu tvennu er að gangráður er fyrst og fremst notaður ef...

Algengar hjartarannsóknir

Það eru ýmsar rannsóknir sem geta gefið vísbendinu um ástand hjartans og sumar eru einfaldar í framkvæmd eins og blóðprufa svo dæmi sé tekið....
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-