-Auglýsing-

Streita (Vital exhaustion) er hættulegri en reykingar – ef þú ert karlmaður

Streita
Streita

Nú orðið gera sér flestir grein fyrir því að of mikil streita getur haft neikvæð áhrif á heilsu okkar og er okkur skaðleg. Lengi hefur verið reynt að tengja streitu við hjarta og æðasjúkdóma en gengið erfiðlega. Nú hafa hinsvegar komið fram tilþrifamiklar tölur sem benda til þess að of mikil streita sé ein algengasta orsök þess að fólk fær heila eða hjartaáfall. 

„Af hverju hann? Hann var ungur, í góðu formi, reykti ekki og drakk næstum aldrei!“ Þetta eru vangaveltur sem margir hafa velt fyrir sér þegar einhvern nálægt þeim hefur skyndilega fengið blóðtappa í hjartað (hjartaáfall).

-Auglýsing-

Hin danska Østerbrorannsókn færir okkur nú nýtt púsl í myndina sem mögulega getur gefið okkur skýrari mynd en við höfum áður haft um ástæður þessa.

„Það að reykingar, hækkaður blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, skortur á hreyfingu og offita auki hættuna á hjartasjúkdómum hefur lengi verið almenn vitneskja. Þessar nýju tölur úr rannsókn okkar sýnir hins vegar að streita sem nær því marki að vera viðkomandi um megn (Vital exhuastion), er hjá karlmönnum hinn stóri syndari“, segir hjartalæknirinn Peter Schnohr, en hann hefur frá árinu 1980 setið í stjórn Østerbrorannsóknarinnar sem skilar nú þessum nýju niðurstöðum.

- Auglýsing-

Rannsóknin leiddi það í ljós að þegar um er að ræða blóðtappa í hjarta þá sé óviðráðanleg eða of mikil streita stærsti áhættuþátturinn. Þar á eftir komi hækkaður blóðþrýstingur og hækkað kólesteról.

Hjá konum var röðunin önnur. Hjá þeim voru reykingar helsti áhættuþátturinn en mjög þétt á eftir kom streitan, hækkað kólesteról og hækkaður blóðþrýstingur.

„Við höfðum getað sýnt fram á það síðust ár að það er samhengi milli of mikillar streitu (Vital exhuastion) og áhættunnar á því að fá blóðtappa. Núna hefur okkur tekist í fyrsta sinn að bera þessa þætti saman við hina hefðbundnu áhættuþætti,“ segir Peter Schnohr.

„Og að það komi svo í ljós að streitan sé þarna efst á lista hjá körlunum er mjög athyglisvert,“ segir hann.

Teymið á bak við Østerbrorannsóknina mælir því með í ljósi þessara niðurstaðna að sálfélagslegir áhættuþættir verði í framtíðinni látnir vegna þungt þegar læknar ætli að meta áhættuna á heila eða hjartaáfalli hjá sjúklingum sínum.

  • Sterbrorannsóknin náði upphaflega til 19.329 karla og kvenna á aldrinum 20 til 93 ára. Þeim var fylgt eftir síðan 1976 og hafa margir þeirra verið skoðaðir 5 sinnum á þeim tíma sem síðan hefur liðið. Í þeirri greiningu sem notuð var fyrir þessar niðurstöður voru teknar tölur 8.882 heilbrigðra einstaklinga og var þeim fylgt eftir að meðaltali í 21.5 ár. Á þeim tíma fengu 1731 blóðtappa.

Miðað við þessar niðurstöður má ljóst vera að læknar fari að taka þennan áhættuþátt alvarlega og beiti sálrænum aðferðum með markvissari hætti við meðferð á hjarta og æðasjúkdómum, þ.e. vísi sjúklingum í ríkara mæli til sálfræðinga samhliða annarri meðferð.

Rannsókn þessi var gerð opinber hjá European Heart Journal hjá Oxford Háskóla.

Mjöll Jónsdóttir þýddi

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-