-Auglýsing-

Streita er varasöm

Víðtæk rannsókn bendir til þess að álag og streita í starfi hafi mjög skaðleg áhrif á heilsu fólks.

Álag og streita í starfi eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum um 68 prósent samkvæmt rannsókn á vegum Lundúnaháskóla sem hefur staðið yfir frá árinu 1985. Fólk í aldurshópnum fimmtíu ára og yngra er í sérstakri hættu.

-Auglýsing-

Rannsóknin náði til yfir 10.000 Breta en hjarta- og æðasjúkdómar draga um 100.000 þeirra til dauða á ári og eru helsta dánarorsökin þar í landi. Samkvæmt rannsókninni virðist streita einnig auka magn streituhormónsins cortisols í blóði auk þess sem hún leiðir af sér slæmar matarvenjur og reykingar. Slíkar venjur leiða svo aftur til enn meiri hættu á hjartasjúkdómum.

Dr. Tarani Chandola, sem stýrði rannsókninni, segir ljóst að steita auki líkur á hjartasjúkdómum en að enn eigi eftir að leita betri svara við því með hvaða hætti hún vinni hjarta- og æðakerfinu mein.- ve

- Auglýsing-

Fréttablaðið 12.06.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-