-Auglýsing-

Stökkar og ljúffengar kjúklingalundir

Stokkar og ljúffengar kjúklingalundirMatreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

-Auglýsing-

Í uppskrift vikunnar frá Holta-kjúklingi færir Úlfar lesendum uppskrift að Stökkum og ljuffengum kjúklingalundum

Spínatsalat

2 lárperur, hýðis- og steinlausar í bitum
1 agúrka, skræld og kjarnlaus í bitum
1 dl kasjúhnetur
3/4 poki spínat
200 g soðið bankabygg
Öllu blandað vel saman

- Auglýsing-

Sítrónudressing

Fínt rifinn börkur af 1 sítrónu Safinn úr 1 sítrónu
1 msk. maple-síróp eða sykur
1 msk. ljóst edik
½-1 dl olía
Salt og nýmalaður pipar
Allt sett í skál og blandað vel saman.
Blandið sítrónudressingunni vel saman við salatið og kryddið með salti og pipar.

Kjúklingur
600 g kjúklingalundir frá Holta
1 dl hveiti
1 msk. oreganó
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. chili-duft
1 tsk. cumin, steytt
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
1 dl mjólk
2 egg
1 dl rasp
1 dl nachos, kurlað

Blandið saman hveiti og öllu kryddinu ásamt salti. Pískið saman mjólk og egg. Blandið saman raspi og nachos.
Veltið lundunum fyrst upp úr kryddhveitinu, síðan eggjablöndunni og síðast raspblöndunni. Djúpsteikið í olíu við 180°C í djúpsteikingarpotti eða í djúpri pönnu í 4-6 mínútur eða þar til lundirnar eru steiktar í gegn. Einnig má pönnusteikja lundirnar.
Berið fram með spínatsalatinu og góðu brauði.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-