Paleo mataræðið er dæmi um svokallað steinaldarmataræði (stoneage diet) eða hellisbúamataræði (caveman diet). Hugmyndafræðin byggir á því að matur sem kemur beint úr náttúrinni sé hollastur.
Veljirðu Paleo mataræðið máttu borða allt magurt kjöt, ljóst eða rautt, allt sjávarfang og eins mikið og þú vilt af ávöxtum, berjum og grænmeti sem ekki inniheldur sterkju. Þú mátt ekki borða mjólkurvörur, morgunkorn, baunir, sterkju eða unnar matvörur. Axel Sigurðsson hjartalæknir ræddi um þetta í Morgunglugganum á Rás eitt.
-Auglýsing-
-Auglýsing-