-Auglýsing-

Statínlyf eða epli ?

EpliEigum við að taka kólesteról-lækkandi lyf eða borða eitt epli á dag?

Breskir vísindamenn veltu þessari spurningu fyrir sér og hvort myndi virka betur fyrir heilsu hraustra einstaklinga 50 ára og eldri. Vísindamennirnir sem starfa við Oxford háskóla á Englandi ákváðu að reikna út hvaða áhrif á heilsu það hefði að borða annars vegar eitt epli á dag og hins vegar taka inn statínlyf.

-Auglýsing-

Þeir komust að þeirri niðurstöðu að koma mætti í veg fyrir 8.500 dauðsföll ef 17,9 milljón Breta myndu borða eitt epli á dag. Ef þeir hins vegar myndu taka eina statín töflu á dag mætti minnka líkur á dauða hjá 9.500 Bretrum af völdum  hjarta- og æðasjúkdómum.

Eitt þúsund fleiri lífum mætti smsagt bjarga til viðbótar með því að taka statín lyf fremur en að borða eitt epli á dag.

- Auglýsing-

Skilaboðin eru: Borðaðu hollt og taktu lyfin þín samkvæmt læknisráði.

Ávextir og grænmeti eru holl fæða. Útreikningarnir sýna hins vegar að statínlyfin hafa meiri virkni og geta bjargað fleiri lífum.

Taktu kólesteróllækkandi lyfin þín, spjallaðu við lækninn þinn og borðaðu holla fæðu.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-